Gyða Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gyða Margrét Magnúsdóttir.

Gyða Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka, Bakkastíg 8.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 6. ágúst 1916 í Bolungarvík, d. 6. júní 2012 í Reykjavík, og kona hans Jónína Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 12. febrúar 1918 á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði og lést 14. maí 2013 í Reykjavík.

Börn Sigrúnar og Magnúsar:
1. Gyða Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka.
2. Jón Magnússon lögfæðingur, hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi alþingismaður, f. 23. mars 1946 á Akranesi.

Gyða var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfæðaskólanum við Vonarstræti 1958 stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík tvo vetur og lauk hjúkrunarnámi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1965, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun við Landspítalann 1. nóvember 1966 – 30. maí 1967 og 1. apríl 1968 - 1. september 1968, lauk námi í kennslu- og uppeldisfræði fyrir hjúkrunarfræðinga við Kennaraháskóla Íslands 1979, BSc. í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands 1994.
Gyða var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akranesi 1. apríl 1965 til 1. október 1965, við handlæknisdeild Landspítalans 15. október 1965 til 9. apríl 1966, Danderyds sjukhus í Danderyd í Svíþjóð gjörgæsludeild 14. apríl 1966 til 1. september 1966.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landakoti september 1969- febrúar 1970, stundakennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands september 1980 - maí 1982, kennari við Sjúkraliðaskóla Íslands janúar 1981 - ágúst 1984, hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild Borgarspítalans september 1984 - desember 1995, í Blóðbankanum 1996 til starfsloka.
Þau Ársæll giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn, búa í Reykjavík.

I. Maður Gyðu Margrétar, (5. nóvember 1966), er Ársæll Jónsson lyflæknir, öldrunarlæknir, f. 14. nóvember 1939. Foreldrar hans voru Jón Steingrímsson stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík og víðar, lengst af hjá sænsku skipafélagi, síðar í Keflavík, f. 27. júlí 1914, d. 29. janúar 2004, og kona hans Þórgunnur Ársælsdóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 2. júlí 1915, d. 6. janúar 1972.
Börn þeirra:
1. Þórgunnur Ársælsdóttir læknir, f. 16. júlí 1967 í Reykjavík. Maður hennar er Ragnar Jónsson bæklunarlæknir, f. 14. október 1952.
2. Magnús Ársælsson, f. 1. maí 1970, ókv.
3. Árni Ársælsson, f. 3. ágúst 1975, ókv.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gyða.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.