Guðrún Þorkelsdóttir (Péturshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júlí 2015 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júlí 2015 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Eirikka Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja á Eskifirði fæddist 14. júlí 1888 í Reykjavík og lést 3. desember 1970.
Foreldrar hennar voru Þorkell Eiríksson sjómaður á Gjábakka eystri 1910, f. 16. febrúar 1853 í Reykjavík, d. 18. apríl 1920 og kona hans Sigurveig Samsonardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1854 í Svalbarðssókn í N-Þing., d. 7. ágúst 1930.

Systkini Guðrúnar voru:
1. Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður í Steinholti, f. 23. júlí 1883, d. 22. janúar 1972.
2. Friðbjörn Þorkelsson, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957.
3. Aðalbjörg Jónína Dóróthea Þorkelsdóttir vinnukona á Hallgilsstöðum 1910, f. 5. janúar 1892, d. 5. nóvember 1965.
4. Dagmar Þorkelsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 25. september 1897 í Reykjavík, d. 22. febrúar 1983.

Guðrún var með foreldrum sínum í Garðhúsabæ í Reykjavík 1890, var tökubarn í Pálshúsi þar 1901.
Hún fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1905, var vinnuhjú í Steinholti hjá Kristmanni bróður sínum 1906-1909, námsstúlka í Pálshúsi í Reykjavík 1910, var vinnuhjú á Glettinganesi Austanlands, síðan vinnukona hjá Figved kaupmanni á Eskifirði.
Hún réðst ráðskona til Jóns Kjartanssonar í Eskifjarðarseli eftir að hann varð ekkjumaður, var gift húsfreyja í Eskifjarðarseli í Reyðarfjarðarhreppi 1912 með Jóni og þrem börnum hans, sem hún gekk í móðurstað. Þau Jón eignuðust 6 börn.
Jón missti heilsuna og lést 1928 úr nýrnaveiki. Fjölskyldan barðist áfram, fluttist að Haukabergi í Eskifjarðarkaupstað 1930.
Guðrún lést 1970.

Maður hennar, (11. nóvember 1912), var Jón Kjartansson bóndi í Eskifjarðarseli, f. 11. nóvember 1873, d. 12. apríl 1928.
Börn þeirra hér:
1. Sigurþór Jónsson verkamaður á Eskifirði, f. 6. júní 1913, d. 23. apríl 1998.
2. Kristinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, f. 2. október 1914, d. 16. september 1980.
3. Anna Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 20. október 1915, d. 26. maí 2010.
4. Jón Kristmann Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar, f. 17. apríl 1919, d. 4. desember 2004.
5. Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður, forstjóri á Eskifirði. f. 30. janúar 1922, d. 30. apríl 2008.
6. Sigurveig Jónsdóttir verkakona, f. 8. september 1923, d. 24. apríl 2007.
Stjúpbörn Eirikku Guðrúnar, börn Jóns og fyrri konu hans Önnu Vilborgar Jónsdóttur, d. 9. júní 1910:
7. Ragnar Jónsson, f. 15. september 1901.
8. Óli Ísfeld Jónsson veitingamaður í Eyjum, f. 27. janúar 1905, d. 19. júní 1996.
9. Kjartan Jónsson, f. 6. ágúst 1906, d. 13. janúar 1977.
10. Oddný Ísfeld Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1909, d. 28. maí 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Lífið er lotterí. Saga af Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka. Ásgeir Jakobsson. Setberg 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.