Sigríður Einarsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. október 2015 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. október 2015 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrúnar Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Götu fæddist 16. ágúst 1887 í Húsavík eystra, N-Múlasýslu, og lést 3. febrúar 1967, síðast búsett í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Einar Árnason frá Skuggahlíð í Norðfirði, bóndi í Húsavík eystra og Breiðavík f. 28. september 1861, d. 3. febrúar 1899 í Breiðavík, og kona hans Guðfinna Aradóttir húsfreyja, f. 4. mars 1853 í Sandvíkurseli í Sandvík, S-Múl.

Guðrún Sigríður var með foreldrum sínum í Húsavík eystra 1890, fósturbarn á Sævarenda í Loðmundarfirði 1901.
Þau Konráð fluttust frá Norðfirði að Nöjsomhed 1910 með Jón Einar. 1912 voru þau búandi í Götu og síðan, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1917.
Jón Einar var fluttur í Mýrdalinn til Sigurveigar ömmu sinnar.
Sigríður María var í fóstri hjá Guðnýju Stefánsdóttur og Jóhanni Guðmundssyni í Götu,
Konkordía var í fóstri hjá Steinvöru í Nýjabæ,
Nikólína Guðfinna var fóstruð á Hjalla hjá Kristólínu og Sveini Scheving.
Þau misstu Pálínu Mundínu Sigurveigu af brunasárum, eftir að hún brenndist í Þvottalaugunum í Reykjavík 1918.
Í Reykjavík fæddust þeim 4 börn.
Börn þeirra Konráðs, sem fæddust í Eyjum, giftust til lands.
Guðrún lést 1967.

Maður Guðrúnar Sigríðar, (23. febrúar 1912, skildu), var Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957.
Börn þeirra hér:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík.
4. Konkordía Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 9. september 1916 í Götu, d. 16. mars 2003.
6. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
7. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
8. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
9. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.