Guðrún S. Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2012 kl. 12:37 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2012 kl. 12:37 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Frá hægri: Guðrún og Sigríður Auðunsdóttir.

Guðrún Sigríður Scheving fæddist 14. september 1915. Hún lést hinn 11. nóvember 1998. Foreldrar hennar voru Sesselja Sigurðardóttir og Sigfús Scheving, skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmannaeyjum. Guðrún átti einn bróður Vigfús Helga, sem fæddist 1914, en hann lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri.

Maki Guðrúnar var Karl Ó. J. Björnsson, bakarameistari, fæddur 1899, en hann lést 1954. Þau eignuðust sex börn: Helga Scheving, Björn Ívar, stúlkubarn sem fæddist 1946 og lést aðeins sólarhringsgömul, Sigurð Örn, Hrafn, og Sesselju Karitas. Fjölskyldan bjó lengst af í Víðidal og þar ráku þau hjónin bakarí.

Didda, eins og Guðrún var gjarnan kölluð, las mikið, mundi mikið af vísum og gat kyrjað heilu bragina á góðri stundu. Hún var vinnusöm, hannyrðir léku í höndunum á henni og liggja margir kostagripir eftir hana.


Heimildir

  • Morgunblaðið, 8. desember 1998. Minningargreinar um Guðrúnu Scheving.