Guðrún Ormsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2016 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2016 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ormsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1779 í Eyjum og lést 29. ágúst 1851.

Guðrún var systir Steinvarar Ormsdóttur húsfreyju í Presthúsum, fædd á Vilborgarstöðum, konu Nikulásar Gunnsteinssonar bónda og hreppstjóra.
Þær voru sennilega dætur Orms Jónssonar bónda á Vilborgarstöðum 1762, f. 1724.

Guðrún var vinnukona á Oddstöðum 1801, húsfreyja á Kirkjubæ 1816 og enn 1845, ekkja þar 1850. Hjá henni var ekkjan Steinvör systir hennar árum saman.
Guðrún ól 8 börn, en ekkert þeirra lifði frumbernsku.
Hún lést 1851.

Maður Guðrúnar, (16. október 1802), var Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Kirkjubæ, sá yngri með þessu nafni, f. 1767, d. 21. ágúst 1846.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 6. desember 1802, d. 15. desember 1802 úr ginklofa.
2. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1. janúar 1804, d. 9. janúar úr ginklofa.
3. Sigurður Þorsteinsson, f. 29. september 1806, d. í október 1806 úr ginklofa.
4. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9. ágúst 1808, d. 11. ágúst 1808 úr ginklofa.
5. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1811. Dánarskýrslur vantar, líklega dáin fyrir mt 1816.
6. Andvana fæddur drengur 11. desember 1813.
7. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1815. Dánarskýrslur vantar, líklega d. fyrir 1816.
8. Steinvör Þorsteinsdóttir, f. 14. júlí 1820, d. 18. júlí 1820 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.