Guðrún Lafranzdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Lafranzdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1746 og lést 4. mars 1816 í Skálakoti u. Eyjafjöllum.
Hún fluttist að Skálakoti til Kristínar dóttur sinnar eftir lát Guðna. Þar var hún 1801 og lést þar 1816.
Guðrún var ein af ættmæðrum Svanhóls - og Bólstaðarhlíðarfólksins.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var talinn Hans Klog verslunarstjóri.
Barn þeirra var
1. Kristín Guðnadóttir húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 1766.

II. Maður Guðrúnar var Guðni Sveinsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1724, d. 28. ágúst 1792.
Barn þeirra var
2. Ingibjörg Guðnadóttir, d. 1. mars 1785 úr ginklofa, lifði 6 daga.
Ef til vill voru börn þeirra einnig
3. Margrét Guðnadóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1767, d. 20. febrúar 1841.
4. Guðrún Guðnadóttir, f. 1773, d. 23. mars 1804.
5. Þóra Guðnadóttir, f. 1774, d. 26. desember 1797.
6. Sesselja Guðnadóttir, f. 1779, d. 16. september 1808.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.