Guðrún Jónsdóttir (Úthlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir frá Úthlíð, verkakona, húsfreyja fæddist 11. ágúst 1905 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og lést 12. júlí 1979.
Faðir hennar var Jón bóndi í Gerðakoti undir Eyjafjöllum 1910, síðar formaður og útgerðarmaður í Úthlíð, f. 7. september 1869, drukknaði 9. apríl 1916, Stefánsson bónda í Miðskála 1870, f. 1842, d. 25. maí 1906, Guðmundssonar bónda í Ysta-Skála 1945, f. 1799, Tómassonar, og konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1797, Snorradóttur.
Móðir Jóns og kona Stefáns var Kristný húsfreyja á Leirum og Miðskála, f. 12. apríl 1842, d. 2. mars 1914, Ólafsdóttir bónda lengst í Berjanesi, f. 24. september 1814 í Lágu Kotey í Meðallandi, d. 20. september 1896 í Ytri-Skógum, Ólafssonar og konu hans, Ástríðar húskonu og húsfreyju víða undir Eyjafjöllum, en lengst húsfreyja í Berjanesi þar, f. 22. september 1799 í Bakkahjáleigu í Krosssókn, d. 29. apríl 1883 í Ytri-Skógum. Ólafur var seinni maður hennar.

Móðir Guðrúnar í Úthlíð og kona Jóns Stefánssonar var Þuríður húsfreyja í Gerðakoti undir Eyjafjöllum og Úthlíð í Eyjum, f. 13. desember 1867, d. 8. september 1960, Ketilsdóttir bónda í Ásólfsskála þar 1860, f. 7. ágúst 1827, d. 22. júlí 1920, Eyjólfssonar bónda á Aurgötu og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842, Ketilssonar, og konu Eyjólfs, Jórunnar húsfreyju, f. 1804, Ólafsdóttur.
Móðir Þuríðar og kona Ketils var Ólöf húsfreyja í Ásólfsskála 1870, 12. október 1829, d. 29. júlí 1911, Jónsdóttir í Miðskála undir Eyjafjöllum 1835, f. 1801, Jónssonar, og barnsmóður Jóns, Höllu vinnukonu í Miðskála, f. 1. júní 1796, d. 5. mars 1879, Högnadóttur.


ctr
Þuríður Ketilsdóttir og börn hennar.
Frá vinstri í aftari röð eru Ólafía, Þuríður og Guðrún. Í fremri röð eru Björgvin og Ísleikur.

Börn Jóns Stefánssonar og Þuríðar Ketilsdóttur í Eyjum voru:
1. Björgvin Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Úthlíð, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð, d. 10. desember 1984.
2. Ísleikur Jónsson bifreiðastjóri á Heiðarbrún, f. 6. júní 1901 í Varmahlíð, d. 12. júlí 1987.
3. Ólafia Kristný Jónsdóttir húsfreyja í Langholti, f. 4. apríl 1904 í Varmahlíð, d. 10. apríl 1983.
4. Guðrún Jónsdóttir verkakona, húsfreyja, síðast í Fagurhól, f. 11. ágúst 1905 í Gerðakoti, d. 12. júlí 1979.

Móðursystkini Guðrúnar, - í Eyjum:
1. Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853, d. 2. júní 1947.
2. Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum 1910 og 1920, síðar í Þorlaugargerði, f. 9. desember 1863, d. 12. maí 1959. Maður hennar var Friðjón Magnússon.
3. Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865, d. 23. febrúar 1948. Kona hans var Katrín Bjarnardóttir.
4. Sveinn Ketilsson verkamaður, f. 29. september 1866, d. 17. desember 1957, ókv.

Guðrún var með foreldrum sínum í Gerðakoti og fluttist með þeim til Eyja 1912.
Hún missti föður sinn, er hún var á ellefta árinu, var með móður sinni í Úthlíð, var verkakona þar 1945 og 1949.
Þau Þorgils bjuggu í Fagurhól 1958 og síðar.
Guðrún lést 1979 og Þorgils 1994.
Guðrún var barnlaus.

I. Maður Guðrúnar var Þorgils Bjarnason frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.
Guðrún var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.