Guðrún Einarsdóttir (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2016 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2016 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Einarsdóttir (Pétursborg)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Einarsdóttir frá Pétursborg.

Guðrún Einarsdóttir frá Helgahjalli, síðar í Utah fæddist 5. október 1875 í Pétursborg og lést 2. nóvember 1889 í Utah.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson mormónatrúboði, f. 16. ágúst 1839, d. 25. maí 1900, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1849, d. 8. maí 1931.

Foreldrar Guðrúnar voru mormónar og því var hún ekki skírð í lútherskan söfnuð, en faðir hennar gaf henni nafn. Prestur skráir þetta vandlega í prestþjónustubókina. Trúfrelsi var þá ungt á Íslandi.
Guðrún fluttist með foreldrum sínum frá Helgahjalli til Spanish Fork í Utah 1880. Hún lést þar 1889.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.