Guðríður Magnúsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júlí 2015 kl. 16:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júlí 2015 kl. 16:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðríður Magnúsdóttir (Gjábakka)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Magnúsdóttir Bergmann húsfreyja, prestkona í Miklaholti í Hnappadalssýslu fæddist 1. október 1807 í Reykjavík og lést 14. júlí 1880.
Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri í Garðinum, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.

Guðríður fluttist með fjölskyldu sinni til Eyja um 1811 og ólst upp í Kornhól og á Gjábakka,
Hún fluttist með þeim að Skildinganesi 1823, var vinnukona í „Kaupmanns A. Gunnarssonar Höndlunarhúsi“ í Keflavík 1835, en þar bjó þá einnig Geir Bachmann.
Þau Geir giftu sig 1836 og voru á Stað í Grindavík 1840 með börnin Stefán Ólaf 4 ára og Sigríði 3 ára. Hjá þeim var þá einnig Margrét systir hennar og Jón bróðir hennar með barnið Guðrúnu á fyrsta ári.
1845 bjuggu þau enn á Stað með börnin tvö og fósturbarnið Guðrúnu Jónsdóttur barn Jóns bróður Guðríðar. Margrét systir hennar var þar vinnukona.
Þau voru á Stað í Grindavík 1850, en Geir fékk Hjarðarholt í Dölum á því ári, fékk Miklaholt í Miklaholtshreppi 1854. Þar bjuggu þau 1855 með Stefán Ólaf 19 ára hjá sér. Hjá þeim var einnig Ragnhildur Björnsdóttir móðir Geirs, Magnús sonur Jóns bróður hennar og Margrét systir hennar.
1860 sátu þau enn Miklaholt og auk Sigríðar dóttur þeirra voru skyldmenni prests og Guðríðar hjá þeim, Björg systir Geirs og dóttir hennar, Ingibjörg móðursystir hans og Margrét vinnukona systir Guðríðar.
Þau voru í Miklaholti 1870, hann prestur, en bóndinn var Stefán Bachmann sonur þeirra með konu sína og barn á fyrsta ári. Sigríður dóttir þeirra var hjá þeim, og nú var Jón Bergmann bróðir Guðríðar vinnumaður á staðnum, auk annarra tengdra og skyldra.
1880 hafði fækkað af skyldfólki á vegum presthjónanna, en Stefán Ólafur rak búskapinn.
Guðríður lést um sumarið 1880. Geir lét af prestskap á fardögum 1882, fluttist á Akranes og lést þar 1886.

Maður Guðríðar, (30. maí 1836), var sr. Geir Bacmann, f. 17. apríl 1804, d. 29. ágúst 1886. Foreldrar hans voru sr. Jón Bachmann prestur á Klausturhólum og kona hans Ragnhildur Björnsdóttir húsfreyja.
Börn þeirra voru:
1. Stefán Ólafur Geirsson Bachmann, bóndi í Miklaholti, síðar smiður á Akranesi, f. 31. maí 1837, drukknaði í Hoffmannsveðrinu 7-8. janúar 1884.
2. Sigríður Geirsdóttir vinnukona í Vogatungu í Leirársókn í Borg. 1910, f. 19. júlí 1838, d. 19. ágúst 1921.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.