Guðríður Jónsdóttir (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2018 kl. 15:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2018 kl. 15:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðríður Jónsdóttir.

Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði fæddist 6. júlí 1871 í Krosssókn í Landeyjum og lést 1. júní 1944.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Káragerði og Káragerðishjáleigu, f. 20. desember 1834, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893 með Jóni Brandssyni og skipshöfn, og kona hans Ástríður Pétursdóttir húsfreyja, síðar í Merkisteini, 11. júlí 1835, d. 5. ágúst 1919.

Börn Jóns og Ástríðar í Eyjum voru:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Merkisteini, f. 11. janúar 1866, d. 5. júní 1954.
3. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 6. júlí 1871 í Krosssókn í Landeyjum, d. 1. júní 1944.
4. Sigríðar Jónsdóttur í Merkisteini, síðar í Reykjavík, f. 20. júní 1878, d. 14. júlí 1969.

Guðríður var með foreldrum sínum í Káragerði í æsku, var hjú þeirra 1901.
Hún fluttist til Eyja 1903, giftist Sigurði 1904. Þau bjuggu á Litlu-Heiði, eignuðust tvo syni, Einar 1906 og Baldur Sigurð 1908.
Sigurður lést 1916.
Guðríður giftist Guðjóni Jónssyni formanni, útgerðarmanni 1918. Þau bjuggu á Heiði. Þau voru barnlaus.
Guðríður lést 1944.

Guðríður var tvígift.
I. Fyrri maður Guðríðar, (29. október 1904), var Sigurður Sigurfinnsson formaður, útgerðarmaður, oddviti, hreppstjóri, forystumaður í ýmsum menningarmálum Eyjanna, f. 6. nóvember 1851 í Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum, d. 8. september 1916.
Börn Guðríðar og Sigurðar:
1. Einar Sigurðson frystihúsarekandi, útgerðarmaður, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977.
2. Baldur Sigurður Sigurðsson bílstjóri, f. 22. maí 1908 á Heiði, jarðsettur 19. desember 1961.

II. Síðari maður Guðríðar, (1918), var Guðjón Jónsson formaður, útgerðarmaður, f. 18. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1963.
Guðríður var barnlaus með Guðjóni, en stjúpbörn Guðríðar, börn Guðjóns og fyrri konu hans voru
3. Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1909, d. 19. apríl 1976.
4. Sigurjón Guðjónsson, f. 10. október 1911 í Bræðraborg, d. 6. ágúst 1921.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.