Guðni Runólfsson (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2020 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2020 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðni Runólfsson (Steini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Runólfsson frá Vík í Mýrdal, sjómaður fæddist þar 25. september 1910 og lést 9. júní 1980.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson bóndi, verkamaður, f. 16. júní 1885 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 5. júní 1961 í Reykjavík, og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1881 í Djúpavogsstekk, d. 30 október 1956 í Eyjum.

Guðni var með foreldrum sínum í æsku, í Suður-Vík í Mýrdal 1910-1911, í Kerlingardal þar 1911-1912, í Vík 1912-1925.
Hann var vinnumaður á Þykkvabæjarklaustri i Álftaveri 1925-1932, var hjá foreldrum sínum í Skammadal í Mýrdal 1932-1935.
Hann fluttist til Eyja 1935.
Þau Vilborg Guðjónía giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á þriðja mánuði þess. Þau Vilborg bjuggu í Steini við Vesturveg 10 1936 og 1938, á Vestmannabraut 74 1939 og 1940, á Rauðafelli 1945, bjuggu í Steini við Vesturveg 10 1949 og enn 1972, en þá var Steinn við Miðstræti 15.
Eftir Gos bjuggu þau Guðni á Selfossi, síðast á Úthaga 10 þar.
Guðni lést 1980 og Vilborg 1990.

I. Kona Guðna, (9. janúar 1937), var Vilborg Guðjónía Sigurbergsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.
Börn þeirra:
1. Jóhann Sigurbergur Guðnason, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
2. Ragnar Matthías Guðnason, f. 7. janúar 1942 á Vestmannabraut 74.
3. Vilhjálmur Guðnason, f. 12. ágúst 1950 í Steini, d. 7. nóvember 1950.
4. Lilja Guðnadóttir, f. 14. desember 1952 í Steini.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elfur Magnúsdóttir.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.