Guðmundur Magnússon (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2017 kl. 15:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2017 kl. 15:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Magnússon frá Presthúsum, síðar á Löndum fæddist 15. september 1880 í Dölum og lést 19. mars 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Magnús Vigfússon bóndi í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1845, d. 18. október 1907.

Guðmundur var með foreldrum sínum í Dölum, í Presthúsum 1890, var vinnumaður hjá Guðlaugi í Gerði 1901.
Hann var sjómaður á Lágafelli við giftingu 1908, húsbóndi á Löndum 2 1910 með konu sinni Sigríði Ólafsdóttur og börnum þeirra Þórði Melenton nýfæddum og börnum Sigríðar, Emilíu Þórðardóttur og Jónu Guðrúnu Þórðardóttur.
1920 voru þau á Löndum með 4 börn sín og börn Sigríðar og enn 1922 með 4 börn sín og 2 börn Sigríðar.
Þau fluttust úr bænum 1923, og Guðmundur var verkamaður í Reykjavík 1930.

Kona Guðmundar, (27. desember 1908), var Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja frá Akranesi, f. 19. desember 1881 á Traðarbakka á Akranesi, d. 23. desember 1953.
Börn þeirra:
1. Þórður Melankton Guðmundsson vélstjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 15. ágúst 1910, d. 17. október 2002. Kona hans var Mary Alice Guðmundsdóttir húsfreyja.
2. Hanna Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 2. ágúst 1911, d. 13. janúar 1977. Maður hennar var Óskar Sigurðsson.
3. Meyvant Lúter Guðmundsson iðnverkamaður, f. 22. október 1912, d. 27. mars 1964, ókvæntur.
4. Sigríður Jóhann Ólöf Guðmundsdóttir verslunarmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 22. nóvember 1995, ógift.
5. Elísa Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1921, d. 19. júní 1983.
Börn Sigríðar frá fyrra hjónabandi og 2 stjúpbörn Guðmundar:
6. Emilía Guðbjörg Þórðardóttir, f. 15. júní 1903 í Reykjavík, d. 25. desember 1968. Maður hennar var Þórarinn Söebeck.
7. Jóna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. september 1904 í Reykjavík, d. 27. október 1985. Maður hennar var Sigurjón Jóhannsson.
8. Þórður Jóhann Guðmundsson, f. 5. október 1905, d. 21. október 1905.
Fósturbarn Guðmundar og Sigríðar var
9. Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir húsfreyja á Brimnesi 1920, f. 19. febrúar 1896 í Norðtungu í Borgarfirði, d. 30. desember 1969. Maður hennar var Guðmundur Auðunsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.