Guðmundur Jónsson (skósmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Jónsson (skósmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Jónsson frá Miðkekki (Svanavatni) á Stokkseyri, skósmiður fæddist þar 23. apríl 1899 og lést 16. janúar 1989 á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi.
Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson bóndi, síðar á Bjargi, f. 19. mars 1862 á Miðkekki, d. 13. október 1944 í Aldarminni á Stokkseyri, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir frá Arnarstaðakoti í Flóa, húsfreyja, f. 17. ágúst 1855, d. 23. desember 1935.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Miðkekki og síðan á Bjargi til 1924.
Hann nam skósmíðar hjá Karli Magnússyni á Stokkseyri 1915 og tók námið þrjá vetur. Vegna atvinnuleysis í iðninni varð hann að vinna ýmis önnur störf uns hann fluttist til Eyja 1924.
Guðmundur var lausamaður á Hlíðarenda 1924–1926.
Hann stofnaði skósmíðaverkstæði í Eyjum 1930 og rak það síðan, uns þau Jóhanna fluttu til Selfoss 1945. Þar rak hann verkstæði. Hann hélt nákvæma skrá yfir þá skó, sem hann smíðaði og urðu það samtals 566 pör. Hina fyrstu smíðaði hann í Vestmannaeyjum árið 1932 og þá síðustu árið 1973.
Guðmundur sat í hreppsnefnd á vegum Alþýðuflokksins á Selfossi árin 1960-1966.
Þau Jóhanna giftu sig 1927, bjuggu í fyrstu á Hólnum við Landagötu 18, á heimili Jóhönnu, eignuðust þrjú börn og eitt barn andvana fætt.
Þau bjuggu á Karlsbergi, Heimagötu 20 1929 og 1930 og fluttust á Hilmisgötu 1 skömmu síðar og þar rak hann verkstæði sitt.
Þau fluttust þaðan til Selfoss 1945 og bjuggu þar síðan.
Jóhanna lést 1984 og Guðmundur 1989.

Kona Guðmundar, (4. júní 1927), var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18, f. 26. júlí 1895 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1984.
Börn þeirra:
1. Marinó Guðmundsson loftskeytamaður, innkaupastjóri í Reykjavík, tónlistarmaður, f. 28. nóvember 1927 á Hólnum, d. 27. janúar 2006.
2. Björgvin Einars Guðmundsson málari, tónlistarmaður, f. 9. nóvember 1929 á Karlsbergi, síðast í Keflavík, d. 31. ágúst 2005.
3. Andvana drengur, f. 9. nóvember 1930 á Karlsbergi.
4. Ólafur Guðmundsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 11. maí 1934 á Hilmisgötu 1.
Fóstursonur þeirra er sonur Marinós og Birnu Einarsdóttur.
1. Jóhann Marinósson hjúkrunarframkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, f. 23. júlí 1947. Kona hans er Halldóra Jensdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. janúar 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.