Guðmundur Jónsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Jónsson vinnumaður í Garðinum fæddist 11. ágúst 1845 á Brekkum í Mýrdal og lést 24. júní 1864.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Brekkum, f. 16. febrúar 1814 á Strönd á Rangárvöllum, d. 3. júní 1866 á Brekkum, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1808 í Suður-Hvammi í Mýrdal, d. 11. janúar 1874 í Skammadal þar.

Guðmundur var með foreldrum sínum í bernsku, var niðursetningur í Suður-Hvammi 1848-1858, var hjá foreldrum sínum 1858-1859.
Hann kom að Stóra-Gerði úr Mýrdal 1859, 14 ára léttadrengur, var þar 1860, vinnumaður þar 1861-1863.
Hann var vinnumaður í Garðinum 1864, er hann lést í Suðurey, „dó hastarlega af sullaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.