Guðmundur Hreiðarsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Hreiðarsson vinnumaður fæddist 1774 í Ömpuhjalli og lést 18. mars 1846 á Ofanleiti.
Ætt hans er ókunn, en nokkur Hreiðarsbörn voru í Eyjum, fædd á 18. öld. Hreiðar Hreiðarsson var bóndi þar, kunnur faðir nokkurra þeirra og líklegur faðir annarra.

Guðmundur var vinnumaður víða í Eyjum, á Vesturhúsum 1801, í Norðurgarði 1813. Hann hefur að líkindum misst heilsu og ekki getað séð sér farborða frá fertugsaldri, því að hann var niðursetningur frá þeirri stundu, niðursetningur á Ofanleiti 1814-1825, í Kornhól 1828-1829, í Jónshúsi 1830, í Norðurgarði 1833 í Stakkagerði 1835, og hann lést 75 ára niðursetningur á Ofanleiti 1846.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.