Guðlaug Jónsdóttir (Smiðjunni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 17:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 17:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja í Smiðjunni fæddist 21. júní 1831 í Hvolhreppi og lést 22. nóvember 1916 í Nýborg.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Vindási í Hvolhreppi, f. 24. júní 1801, d. 14. júní 1878, og kona hans Sesselja Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 1795, d. 20. júlí 1864.

Guðlaug var með foreldrum sínum a.m.k. til 1845. Hún var vinnukona á Brekkum í Hvolhreppi 1855.
Hún fluttist að Steinsstöðum 1857, 27 ára vinnukona. Hún var ógift vinnukona í Frydendal 1860. Þau Guðmundur giftust 1861 og bjuggu í Smiðjunni. Þar voru þau einnig 1862 með Jón son sinn á fyrsta ári, þar enn 1869 með Jón og Ólaf syni sína.
Guðlaug finnst ekki skráð á manntali 1870, en þá var Guðmundur hjá móður sinni í Elínarhúsi með Guðbjörgu dóttur sinni 12 ára og Ólafi syni sínum 5 ára, en Jón sonur þeirra Guðlaugar var 8 ára niðursetningur í Nöjsomhed. Hann hrapaði til bana 1878.
Þau Guðmundur virðast hafa slitið sambúð, því að þau búa ekki saman 1870 né síðar.
Guðlaug fór til lands 1871. Hún kom aftur frá Hvolhreppi 1877, vinnukona, að Frydendal. Þá fluttist hún frá Godthaab 1880, en ekki er skráð, hvert hún fór. Hún var komin til Eyja að nýju 1890 og var gift vinnukona í Vanangri 1890, en ekkja, niðursetningur í Nýborg 1901. Þar lést hún 1916, niðursetningur.

Maður Guðlaugar, (4. október 1861), var Guðmundur Pétursson sjómaður frá Elínarhúsi, f. 1836, d. 19. janúar 1900.
Börn þeirra voru:
3. Jón Guðmundsson, f. 27. mars 1862, hrapaði til bana 28. júlí 1876.
4. Ólafur Guðmundsson, f. 19. júlí 1864, d. 19. ágúst 1878 úr sullaveiki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.