Guðjón Hafliðason (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2018 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2018 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðjón Hafliðason á Guðjón Hafliðason (Skaftafelli))
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón

Guðjón Hafliðason fæddist 8. júlí 1889 að Fjósum í Mýrdal og lést 13. júlí 1963. Eiginkona Guðjóns var Halldóra Þórólfsdóttir. Áttu þau 11 börn; Ingólf, Trausta, Guðbjörgu, Auði, Harald, Rebekku, Elísabetu, Óskar, Önnu, Ester og Hafliða. Þau bjuggu í húsinu Skaftafell við Vestmannabraut og voru fjölskyldumeðlimir gjarnan kenndir við húsið.

Börnin frá Skaftafelli: Frá v: Hafliði, Ester, Anna, Óskar, Elísabet, Guðbjörg, Auður, Rebekka, Ingólfur, Haraldur og Trausti.

Guðjón fór til Vestmannaeyja árið 1911 og gerðist háseti á Íslending hjá Friðriki Jónssyni og var með honum til ársins 1914. Þá byrjar Guðjón formennsku á Mýrdæling I og var með þann bát í fimmtán vertíðir. Eftir það kaupir hann Mýrdæling II og var með hann til ársins 1936. Eftir það hætti hann formennsku.

Myndir


Heimildir

Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Ljósmyndasafnið.