Guðfinna Vigfúsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Vigfúsdóttir húsfreyja fæddist 3. ágúst 1834 í Stakkagerði og lést 22. apríl 1907.
Foreldrar hennar voru Vigfús Bergsson bóndi í Stakkagerði, f. 10. júlí 1811, d. 17. nóvember 1842, og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Stakkagerði, f. 1801 í A-Landeyjum, d. 4. desember 1897.

Guðfinna var 12 ára með ekkjunni móður sinni í Stakkagerði 1845, með húskonunni og ekkjunni móður sinni og Jóni bróður sínum á Fitjarmýri í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum 1850 og þar með móður sinni 1855.
Við manntal 1860 var Guðfinna húsfreyja í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, gift Einari Einarssyni bónda. Þar var einnig Sigríður móðir hennar.
Við manntal 1870 var hún húsfreyja í Steinum og börnin orðin fimm.
Guðfinna kom að Felli í Mýrdal frá Steinum u. Eyjafjöllum 1888. Hún var húsfreyja á Felli 1888-1892, fór þá að Syðra-Hóli u. Eyjafjöllum og var þar til 1893, fluttist með Einari og börnum 1894 frá Neðridal þar að Bjólu í Holtum og 1901 var hún húsfreyja og ekkja þar.

Maður Guðfinnu var Einar Einarsson bóndi í Ysta-Skála 1860, f. 2. janúar 1832, d. 7. desember 1899.
Faðir hans var Einar bóndi og hreppstjóri í Ysta-Skála 1835, Sighvatsson bónda í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1801; meðhjálpari, göldróttur sagður, f. 1760, d. 9. ágúst 1846 úr mislingum, Einarssonar, og konu Sighvatar, Kristínar húsfreyju, f. 1766, (Guðnadóttur). Réttur faðir er talinn vera Hans Klog verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Sá kom henni í fóstur í Holti hjá Páli Sigurðssyni presti.
Móðir Einars í Steinum og kona Einars Sighvatssonar var Arnlaug húsfreyja og ljósmóðir, f. 19. mars 1796, d. 25. júlí 1866, Sveinsdóttir bónda og meðhjálpara í Ysta-Skála 1816, f. 1751, d. 29. desember 1838, Jónssonar, og konu Sveins, Þuríðar húsfreyju, f. 1754, d. 4. nóvember 1839, Sighvatsdóttur.

Börn Guðfinnu og Einars:
1. Vigfús Einarsson bóndi í Steinum, f. 22. maí 1861, d. 18. júlí 1944.
2. Sigurlaug Einarsdóttir í Steinum, f. 6. desember 1863, d. 31. mars 1894.
3. Einar Einarsson, f. 1865, drukknaði 19. maí 1890 við Eyjafjallasand.
4. Arnlaug Einarsdóttir húsfreyja í Álftagróf í Mýrdal, f. 18. apríl 1867, d. 6. mars 1940.
5. Guðlaug Einarsdóttir vinnukona, f. 20. júlí 1870, d. 10. febrúar 1926.
6. Bergur Einarsson sútari í Reykjavík, f. 3. desember 1872, d. 28. mars 1942.
7. Áslaug Einarsdóttir húsfreyja í Bjólu í Holtum, f. 31. janúar 1877, d. 11. janúar 1956.
8. Guðbjörg Oktavía Einarsdóttir húsfreyja á Sælundi, f. 22. október 1880, d. 31. desember 1929, gift Jóel Eyjólfssyni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.