Guðbjörg Sigurðardóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2015 kl. 10:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2015 kl. 10:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Garðbæ á Stokkseyri fæddist 11. október 1851 og lést. 9. október 1920.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Dalahjalli til ársins 1865, er hún varð vinnukona hjá Madama Roed í Frydendal til 1871, hjá Þóru í Brekkuhúsi 1872, hjá Ragnheiði í Svaðkoti 1873, hjá Guðríði systur sinni í Litlakoti 1874, í Garðinum 1875, í Godthaab 1876-1880.
Hún fluttist frá Godthaab til Eyrarbakka 1880 og var vinnukona í Kaupmannshúsi á Eyrarbakka á því ári.
Þau Ólafur giftu sig 1883, eignuðust Kristínu 1884, Bjarna 1888 og Ólaf 1891. Guðbjörg var ekkja og húsfreyja á Kirkjustræti 1 á Eyrarbakka 1901 með börnin Bjarna og Ólaf.
1910 var Guðbjörg búsett í Reykjavík, en dvaldi á sjúkrahúsi. Sambýlismaður hennar Ingimundur Sveinsson söngkennari var þá á Norðfirði.

I. Maður hennar, (7. október 1883), var Ólafur Gíslason húsmaður í Götuhúsum í Stokkseyrarsókn, f. 1859 í Stokkseyrarsókn, d. fyrir mt 1901. Þau voru í Garðbæ þar 1890.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Ólafsdóttir, f. 23. september 1884, var í Garðbæ 1890.
2. Bjarni Ólafsson bókbindari í Reykjavík., f. 11. maí 1888, d. 26. október 1981.
3. Ólafur Ólafsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 23. júní 1891, d. 23. október 1967.

II. Sambýlismaður Guðbjargar 1910 var Ingimundur Sveinsson ljósmyndari og tónlistarmaður (Ingimundur Fiðla), f. 1. september 1873, d. 31. ágúst 1926. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.