Guðbjörg Hallvarðsdóttir (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2019 kl. 21:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2019 kl. 21:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðbjörg Hallvarðsdóttir (Pétursborg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Hallvarðsdóttir.

Guðbjörg Hallvarðsdóttir frá Pétursborg, hjúkrunarfræðingur fæddist 4. maí 1935 á Laugalandi og lést 11. nóvember 2014 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Hallvarður Sigurðsson verkamaður, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967, og kona hans Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1910 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 7. febrúar 1995.

Börn Hallvarðs og Sigríðar voru:
1. Guðbjörg Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 4. maí 1935 á Laugalandi, d. 11. nóvember 2014.
2. Ingibjörg Hallvarðsdóttir, f. 15. apríl 1936 á Laugalandi.
3. Sigurður Hallvarðsson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1937 á Vesturvegi 29, d. 5. nóvember 2006.
4. Ásta Hallvarðsdóttir, f. 25. júní 1939 á Bakkastíg 3, d. 31. janúar 2019.
5. Andvana drengur, f. 5. febrúar 1948 í Pétursborg.
6. Hrefna Hallvarðsdóttir, f. 2. júní 1952 á Sjúkrahúsinu.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, stundaði unglinganám í Skógaskóla u. Eyjafjöllum, vann um skeið á Sjúkrahúsinu.
Hún lauk hjúkrunarnámi við Hjúkrunarskóla Íslands 1957, vann við hjúkrun í Reykjavík og í Neskaupstað.
Guðbjörg fluttist til Vancouver í Kanada og lærði ungbarnahjúkrun við Vancouver General Hospital og vann þar.
Hún sneri heim 1962, vann við sjúkrahúsið í Keflavík skamma stund, en síðan við ungbarnaeftirlitið í Hafnarfirði í fjörutíu ár. Hún vann um skeið á næturvöktum á Vífilsstöðum, og á geðdeild Landspítalans frá 1973.
Guðbjörg giftist ekki, en eignaðist Sólveigu Magneu 1962.
Hún bjó í Barmahlíð 15 í Reykjavík frá 1963, en 1975 fluttist hún til Hafnarfjarðar og bjó á Mosabarði 4 og síðar á Arnarhrauni 20. Árið 2001 fluttist hún í Ársali 3 í Kópavogi.
Hún flutti á Dvalarheimili aldraðra í Víðihlíð í Grindavík 2008, en 2010 á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi og lést þar 2014.

Barn Guðbjargar er
1. Sólveig Magnea Jónsdóttir, f. 20. maí 1962. Maki hennar er Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 1. apríl 1961. Foreldrar hennar eru Sigurjón Kristjánsson, f. 25. júní 1941 og Mattína Sigurðardóttir, f. 15. mars 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.