Gunnsteinn Eyjólfsson (Stafholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. október 2018 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2018 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnsteinn Eyjólfsson frá Mið-Grund u. V-Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður í Stafholti fæddist 14. mars 1893 og lést 27. mars 1972.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Jónsson bóndi á Mið-Grund, f. 12. ágúst 1861, d. 28. febrúar 1938, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1858, d. 7. október 1914.

Systkini Gunnsteins í Eyjum voru:
1. Nikólína Eyjólfsdóttir húsfreyja í Laugardal, kona Eyjólfs Sigurðssonar; hún f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.
2. Rannveig Eyjólfsdóttir húsfreyja í Hlíðardal, kona Guðjóns Jónssonar; hún f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.
3. Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja á Faxastíg 31, kona Einars Ingvarssonar frá Hellnahóli; hún f. 4. febrúar 1898, d. 29. nóvember 1980.

Gunnsteinn fluttist til Eyja 1919, giftist Gróu í júní og bjó með henni og barninu Kristínu Þóru í Fagradal í lok ársins. Þau voru komin að Stafholti 1920, eignuðust Sigurð þar 1925.
Sigurgeir bróðir Gróu konu Gunnsteins missti konu sína Júlíu Gísladóttur 1933. Þau tóku Adólf son þeirra þriggja ára í fóstur.
Þau bjuggu í Stafholti, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1961. Þar bjuggu þau á Óðinsgötu 16B.
Gunnteinn lést 1972, en Gróa 1991.

Kona Gunnsteins, (1. júní 1919), var Gróa Þorleifsdóttir í Stafholti, húsfreyja, verkakona f. 20. október 1896 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, d. 10. júlí 1991.
Börn þeirra:
1. Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 13. ágúst 1919 í Fagradal, d. 17. september 2011. Maður hennar var Sigurvin Magnús Magnússon framleiðslustjóri, f. 11. mars 1918, d. 8. janúar 2006.
2. Jóhann Sigurður Gunnsteinsson stöðvarstjóri, f. 4. febrúar 1925, d. 1. mars 2008. Kona hans var Margrét Anna Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 20. júlí 1925, d. 27. september 2016.
Fóstursonur Gróu og Gunnsteins frá þriggja ára aldri var
3. Adólf Sigurgeirsson, f. 15. ágúst 1930. Kona hans er Anna Jenný White Marteinsdóttir frá Sjómannasundi 3, húsfreyja, f. 31. mars 1937 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.