Gunnlaugur Ásmundsson (Vindheimi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. febrúar 2017 kl. 18:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. febrúar 2017 kl. 18:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gunnlaugur Ásmundsson (Vindheimi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Gunnlaugur Ásmundsson frá Vindheimi í Norðfirði, sjómaður fæddist 19. apríl 1885 á Karlsstöðum Vöðlavík í S-Múl. og lést 19. febrúar 1951.
Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson útvegsbóndi, síðar í Vindheimi í Norðfirði, f. 2. febrúar 1850, d. 24. mars 1930, og kona hans Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1848, d. 5. ágúst 1933.

Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Karlsstöðum í Vöðlavík í æsku. Hann var 17 ára með þeim í Sandvíkur-Dammi í Norðfjarðarhreppi 1901, í Vindheimi í Norðfirði 1910.
Gunnlaugur fluttist 24 ára til Eyja 1908, var kominn til Norðfjarðar 1910.
Guðrún fluttist til Norðfjarðar og þau Gunnlaugur giftu sig 1916, eignuðust Jónu Þorgerði þar 1917.
Þau fluttust til Eyja 1918, bjuggu í Dölum 1920, í Framtíð 1921 og enn 1927, í Landlyst 1930, í Sandprýði 1933.
Þau eignuðust þrjú börn í Eyjum, en misstu eitt þeirra á 6. mánuði aldurs síns.
Guðrún lést 1933.
Gunnlaugur var með börnin þrjú á Þingeyri 1934, bjó á Boðaslóð 3 1940 með Ástvaldi syni sínum.
Hann fluttist úr Eyjum á fyrri hluta fimmta áratugarins, bjó síðast í Reykjavík, lést 1951 og var jarðsettur í Eyjum.

Kona hans, (1916), var Þorgerður Guðrún Jónsdóttir frá Dölum, f. 26. maí 1896, d. 5. febrúar 1933.
Börn þeirra:
1. Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. október 1917 á Norðfirði, d. 25. október 1987.
2. Matthías Vilhjálmur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, bílasali í Reykjavík, f. 24. júlí 1919, d. 21. mars 1973.
3. Ásmundur Þórarinn Gunnlaugsson, f. 6. mars 1921 í Framtíð, d. 24. ágúst 1921.
4. Ástvaldur Gunnlaugsson verkamaður, verktaki í Reykjavík, f. 3. september 1924 í Framtíð, d. 11. apríl 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.