Gunnar Bogason (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Bogason sjómaður, matsveinn fæddist 15. ágúst 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bogi Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 30. september 1920, d. 20. maí 2007 í Kópavogi, og kona hans Halldóra Guðrún Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009 í Kópavogi.

Börn Halldóru og Boga:
1. Jóhanna Sigríður Bogadóttir myndlistarmaður, f. 8. nóvemer 1944. Fyrrverandi maki Brynjar Viborg.
2. Eiríkur Bogason rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018. Kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
3. Kristján Bogason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Jóhanna Emilía Andersen.
4. Soffía Bogadóttir, f. 13. júlí 1950, d. 27. júlí 1957.
5. Svava Bogadóttir kennari, skólastjóri í Vogum, f. 30. maí 1954. Fyrri maður hennar Hreinn Sigurðsson. Síðari maður Kristján Bjarnason.
6. Andvana drengur, f. 13. september 1959.
7. Gunnar Bogason sjómaður, f. 15. ágúst 1961. Fyrri maki Kathleen Valborg Clifford, síðari maki Bergþóra Aradóttir.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Heiðarvegi 64 1972 og 1979.
Hann er sjómaður, nú á Berki NK.
Þau Kathleen Valborg giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Foldahrauni 42C 1986. Þau skildu.
Þau Bergþóra giftu sig 1991, eignuðust tvö börn. Þau búa í Neskaupstað.

I. Fyrrum kona Gunnars er Kathleen Valborg Clifford húsfreyja, f. 28. júlí 1961 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Brynja Gunnarsdóttir, f. 3. desember 1982.
2. Ellen Gunnarsdóttir, f. 14. ágúst 1985.

II. Síðari kona Gunnars, (15. júní 1991), er Bergþóra Aradóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, leikskólakennari, f. 26. júní 1959.
Börn þeirra:
3. Snorri Gunnarsson vélstjóri hjá Landsvirkjun í Fljótsdal, f. 13. október 1990. Sambúðarkona Valdís Björk Geirsdóttir.
4. Steina Gunnarsdóttir MSc-lýðheilsufræðingur hjá Háskóla Íslands.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.