„Gunnar Örn Gunnarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Örn Gunnarsson. '''Gunnar Örn Gunnarsson''' tæknifræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 23. apríl 1932 á Reynir|Reyni...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. desember 2019 kl. 16:27

Gunnar Örn Gunnarsson.

Gunnar Örn Gunnarsson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 23. apríl 1932 á Reyni og lést 20. maí 2001 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri, sýslumaður, bæjarfógeti, f. 19. nóvember 1902 í Vík í Mýrdal, d. 1. september 1979, og kona hans Ragna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.

Börn Rögnu og Jóhanns Gunnars:
1. Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri, bæjarverkfræðingur, f. 22. mars 1930, d. 7. ágúst 2012. Kona hans Ágústa Guðmundsdóttir.
2. Gunnar Örn Gunnarsson tæknifræðingur, framkvæmdastjóri á Ísafirði, síðast í Grindavík, f. 23. apríl 1932, d. 20. maí 2001. Kona Ásta Guðbrandsdóttir.
3. Hilmar Gunnarsson símvirki, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, verkstjóri, f. 5. mars 1935. Kona hans Guðrún Þóra Jónsdóttir.
4. Reynir Gunnarsson, f. 12. febrúar 1938, drukknaði 8. júní 1944.
5. Kristinn Reynir Gunnarsson lyfjafræðingur, lyfsali á Siglufirði, f. 8. júní 1944. Kona hans Ólöf Baldvinsdóttir.

Gunnar Örn var með foreldrum sínum í æsku, á Reyni til 1940, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1940 og til Ísafjarðar 1943.
Hann var háseti á Gullfossi í aðaláætlunarferðum, Reykjavík - Kaupmannahöfn og svo Bordeaux - Casablanca.
Hann lærði rennismíði hjá Vélsmiðjunni Þór á Ísafirði. Vann síðan við iðn sína á Ísafirði og hélt til náms í tæknifræði í Hamborg í Þýskalandi í janúar 1958. Að prófi loknu vann hann í skipasmíðstöð í Hamborg og kom heim 1963 og vann hjá skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði í nokkur ár. Hann vann hjá Íslenska álfélaginu 1971-73 og var svo framkvæmdastjóri hjá skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar 1973-83 og sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn þar.
Gunnar flutti til Reykjavíkur 1983 og vann við ráðgjafarstörf í sinni grein ásamt verslunarrekstri með eiginkonu sinni. Frá 1998 bjó hann í Grindavík og vann um tíma hjá Íslandslaxi.
Þau Ásta giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Gunnar Örn lést 2001 og Ásta 2015.

I. Kona Gunnars Arnar, (1951), var Ásta Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1931, d. 2. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Kristinsson sjómaður, pípulagningamaður á Ísafirði, f. þar 22. nóvember 1897, d. 3. júní 1981 og kona hans Anna Petrína Halldórsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1899, d. 30. nóvember 1983.
Börn þeirra:
1. Anna Ragna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari á Ísafirði, f. 26. október 1952. Fyrrum maður hennar Rögnvaldur Þór Óskarsson.
2. Arinbjörn Gunnarsson viðskiptafræðingur, býr á Ísafirði, ókv., f. 28. ágúst 1965.
3. Auróra Gunnarsdóttir verslunarmaður, óg., f. 7. apríl 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.