Guðrún Theodóra Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Theodóra Sigurðardóttir sálfræðingur fæddist 31. janúar 1934 að Akri við Landagötu 17 og lést 1. apríl 2010.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson frá Háagarði, verslunarmaður, kaupmaður, f. 24. júlí 1898, d. 22. apríl 1962, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Akri, húsfreyja, f. 7. desember 1909, d. 31. október 1996.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Guðrún Theodóra Sigurðardóttir sálfræðingur, f. 31. janúar 1934 á Akri.
Fósturbörn þeirra:
2. Guðbjörg Helgadóttir Beck húsfreyja í Reykjavík f. 18. ágúst 1924 á Hamri, d. 28. maí 2013.
Dóttir Guðbjargar ólst einnig upp hjá Sigríði og Sigurði:
3. Elín Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1946.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Akri og í Rvk.
Hún varð stúdent í MR 1954, cand. psych í Kaupmannahafnarháskóla 1961, lærði klíníska sálfræði í New York Univesity Graduate School of Arts and Sciences 1964-1966.
Hún var yfirsálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Lsp.
Þau Ólafur giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 1980 og Guðrún 2010.

I. Maður Guðrúnar, (23. júlí 1960), var Ólafur Stephensen læknir, f. 18. júlí 1934, d. 25. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Sigríður Steinunn Stephensen, B.A. í spænsku, dagskrárgerðarmaður, f. 18. febrúar 1961. Sambúðarmaður hennar Jón Hallur Stefánsson.
2. Eiríkur Stephensen líffræðingur, f. 21. júní 1867. Kona hans Sólveig Kristjánsdóttir.
3. Sigurður Sverrir Stephensen læknir, f. 1. nóvember 1968.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.