Guðrún Stefánsdóttir (Sandgerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja í Sandgerði fæddist 24. ágúst 1878 í Skála u. Eyjafjöllum og lést 14. febrúar 1954.
Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson bóndi, f. 1842, d. 25. maí 1906, og Kristný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1842, d. 2. mars 1914 í Sandgerði.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku. Hún var bústýra hjá Valda í Steinum 1901 með Kristínu dóttur þeirra 3 ára.
Þau Valdi giftu sig 1902 og bjuggu í Mið-Skála 1910 með 4 börn sín.
Þau fluttust að Péturshúsi 1912 með 5 börnum sínum, en Kristín Karítas dóttir Valda var hjá Guðjóni frænda sínum á Sandfelli.
Þau voru komin í Sandgerði 1912 og bjuggu þar síðan. Valdi lést 1947, en Guðrún 1954.

Maður Guðrúnar, (22. júlí 1902), var Valdi Jónsson sjómaður, verkamaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947. Börn þeirra:
Börn þeirra hér:
1. Eitt barn dáið fyrir 1910.
2. Kristján Þórarinn Valdason, f. 1. febrúar 1903, d. 16. desember 1924.
3. Árni Valdason, f. 17. september 1905, d. 26. júlí 1970.
4. Stefán Sigurþór Valdason, f. 17. mars 1908, d. 24. júlí 1982.
5. Kristný Jónína Valdadóttir, f. 10. október 1909, d. 10. ágúst 1993.
6. Óskar Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 26. mars 1940.
7. Sigurjón Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 13. maí 1984.
8. Guðbjörg Kristjana Halldóra Valdadóttir, f. 10. október 1914, d. 27. apríl 2007.
9. Jón Hafsteinn Valdason, f. 22. janúar 1920, d. 22. október 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.