Guðrún Sigurðardóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Sigurðardóttir yngri frá Brekkuhúsi fæddist 23. janúar 1866 á Bryggjum í A-Landeyjum og lést 6. apríl 1937.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ögmundsson, þá bóndi á Bryggjum, síðar í Brekkuhúsi, en að lokum í Vesturheimi, f. 28. mars 1834, d. líklega í Vesturheimi, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1824, d. 5. september 1894.

Föðurbróðir Guðrúnar var Guðmundur Ögmundsson vitavörður í Batavíu.
Systkini hennar í Eyjum voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir eldri, f. 28. júní 1860, d. 6. desember 1883, 23 ára, ógift.
2. Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 10. nóvember 1862, d. 21. nóvember 1906, fyrri kona Jakobs Tranberg.
3. Guðlaugur Sigurðsson bóndi og sjómaður í Brekkuhúsi, síðar í Vesturheimi, f. 6. október 1864, kvæntur Margréti Árnadóttur.

Guðrún var með foreldrum sínum á Bryggjum 1870, fluttist með þeim að Brekkuhúsi 1879 og var með þeim 1880. Hún var í Draumbæ 1887 við fæðingu Katrínar og ógift vinnukona þar 1890, var í Nýjabæ 1891, er hún fluttist að Elliðavatni.
Hún eignaðist barnið Sigrúnu Jónsdóttur á Fossi í Klausturhólasókn í Árn. 23. október 1897.
Guðrún var 36 ára ógift bústýra í Sighvatshúsi í Útskálasókn í Gullbr.sýslu 1901, en þar bjó ekkillinn Sighvatur Gunnlaugsson kaupmaður og bóndi 45 ára. Hún var ógift húsmóðir Sighvats 1910 og bjó á Sandhól í Miðneshreppi, átti með honum Kristínu, f. 20. jan. 1900. Á Sandhóli bjuggu þau enn 1920. Þar var Kristín með þeim, en Sigrún dóttir Guðrúnar var látin.
1930 var hún ráðskona á Kveldúlfi í Útskálasókn án Kristínar, sem hafði látist 1921. Guðrún lést 1937.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Guðjón Ingimundarson í Draumbæ, f. 30. júní 1867, d. 10. desember 1948 í Vesturheimi.
Barn þeirra var
1. Katrín Guðjónsdóttir, f. 15. ágúst 1887 í Draumbæ. Hún var fóstruð í Dal hjá Guðrúnu Bergsteinsdóttur og Árna Sigurðssyni, en fluttist til Vesturheims 1902, líklega í skjóli Sigurðar Ingimundarsonar föðurbróður síns, sem þá fluttist vestur.

II. Barnsfaðir Guðrúnar var Jón Sigurðsson, þá vinnumaður í Reykjavík.
Barn þeirra var
2. Sigrún Jónsdóttir, f. 23. október 1897 í Klausturhólasókn í Árn., d. 20. febrúar 1914.

III. Sambýlismaður Guðrúnar var Sighvatur Jón Gunnlaugsson kaupmaður og bóndi í Sandhól á Reykjanesi, f. 3. október 1856, d. 4. október 1940.
Barn þeirra var
3. Kristín Sighvatsdóttir, f. 20. janúar 1900, d. 9. febrúar 1921.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.