Guðrún S. M. Halldórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. janúar 2021 kl. 16:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. janúar 2021 kl. 16:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Sveindís María Halldórsdóttir''' húsfreyja, verkakona fæddist 19. júlí 1933 og lést 21. júlí 2010.<br> Foreldrar hennar voru Halldór Sveinsson frá Götu á St...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sveindís María Halldórsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 19. júlí 1933 og lést 21. júlí 2010.
Foreldrar hennar voru Halldór Sveinsson frá Götu á Stokkseyri, vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. febrúar 1892 á Rauðarhóli eystri á Stokkseyri, d. 19. mars 1955 og Kristín Karólína Jónsdóttir frá Balaskarði, A-Hún, húsfreyja, f. 23. júní 1895 í Skrapatungu þar, d. 20. janúar 1958.

Guðrún var með fjölskyldu sinni, eignaðist barn með Valgeiri Bjarna 1954. Hún flutti til Eyja með barn sitt 1959.
Þau Örn Aanes giftu sig 1960, eignuðust tvö börn, bjuggu í Brautarholti og á Uðrðavegi 46. Þau skildu.
María flutti með börn sín til Kópavogs 1969, bjó á Kjarrhólma 20. Hún vann verkakvennastörf meðan heilsan leyfði, en varð fyrir heilaáfalli 55 ára og dvaldi í Hátúni 12 í Reykjavík.
Hún lést 2010.

I. Barnsfaðir Guðrúnar Valgeir Bjarni Gestsson rafvirkjameistari, f. 24. apríl 1930, d. 23. nóvember 2016.
Barn þeirra:
1. Halldór Guðmundur Bjarnason prentsmiður, f. 13. desember 1954, d. 29. mars 2012. Kona hans Prakob Prawan.

II. Maður Guðrúnar, (10. september 1960), var Örn Aanes frá Þrúðvangi, vélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.
Börn þeirra:
2. Kristinn Jón Arnarson viðskiptafræðingur, MBA, vélvirkjameistari, f. 4. ágúst 1960 í Eyjum. Barnsmóðir hans Kristín Hildimundardóttir. Kona hans Ekaterina Ivanova.
3. Margrét Marín Arnardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. október 1965 í Eyjum. Maður hennar Einar Sigurður Karlsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Manntöl.
  • Margrét Marín.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.