Guðrún Magnea Teitsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Magnea Teitsdóttir frá Borgarnesi, húsfreyja fæddist þar 21. mars 1959.
Foreldrar hennar Teitur Símonarson bifvélavirkjameistari, f. 12. október 1937 á Grímarsstöðum í Andakíl, Borg., og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1937, d. 2. júní 2020.

Guðrún Magnea var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Helgi Heiðar giftu sig, eignuðust eitt barn, bjuggu á Heiðarvegi 38 1978-1979, er þau skildu.
Hún fluttist til Reykjavíkur, var þar verkakona, flutti til Húsavíkur og bjó þar til 1977.
Þau Hafþór giftu sig 1991, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Húsavík til 1977, er þau fluttu til Sandgerðis, búa þar á Vallargötu 18.

I. Maður Guðrúnar Magneu er Helgi Heiðar Georgsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri framhalsskólans á Höfn í Hornafirði, býr nú í Noregi, f. 8. mars 1959. Þau skildu.
Barn þeirra:
1. Páll Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1979. Fyrrum kona hans Heiðrún Grímsdóttir.

II. Síðari maður Guðrúnar Magneu, (1991), er Hafþór Austfjörð Harðarson sjómaður, bryti, f. 15. júní 1957. Foreldrar hans voru Hörður Sævar Þorfinnsson, f. 8. apríl 1924, d. 16. júní 2002, og Erla Austfjörð Gunnarsdóttir, f. 12. apríl 1931, d. 9. júní 2018.
Börn þeirra:
2. Kristjana Dögg Hafþórsdóttir verkakona í Keflavík, f. 23. apríl 1981 á Húsavík. Maður hennar Þórir Sveinbjörnsson.
3. Teitur Ingvi Hafþórsson verkamaður í Noregi, f. 17. september 1982. Kona hans Ritser frá Filippseyjum.
4. Katrín Salóme Hafþórsdóttir leikskólakennari, f. 29. janúar 1987.
5. Hafrún Hafþórsdóttir leikskólakennari, f. 8. mars 1989. Maður hennar Reynir Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Guðrún Magnea.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.