Guðrún Lilja Sigurðardóttir (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Lilja Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 23. janúar 1890 á Skúmsstöðum á Eyrarbakka og lést 17. desember 1959.
Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi í Vetleifsholti í Ásahreppi, f. 3. desember 1849 í Búð í Þykkvabæ, d. 8. maí 1927 í Búð, og barnsmóðir hans Gróa Pétursdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Seyðisfirði og í Djúpadal í Eyjum, f. 18. febrúar 1868 í Hólshúsum í Gaulverjabæjarhreppi, d. 27. desember 1938.

Börn Gróu og hálfsystkini Guðrúnar Lilju voru:
1. Kristmundur Jónsson sjómaður í Garðsauka, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960.
2. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, var á lífi 1901.
3. Jón Jónsson, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mars 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.
4. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
5. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.

Guðrún Lilja var niðursetningur á Hellum eystri í Flóa 1890, á Fljótshólum þar 1901.
Hún kom til Eyja 1908 frá Akureyri, var vinnuhjú á Skjaldbreið 1910.
Guðrún Lilja fluttist til Eyja 1926, giftist Sveini 1927 og bjó í Stakkholti. Þau Sveinn eignuðust Sigrúnu Pálínu þar á því ári.
Þau bjuggu á Hvanneyri 1934, í Skálanesi 1945 og síðan .
Sveinn lést 1956 og Guðrún Lilja 1959.

I. Maður Guðrúnar Lilju, (17. desember 1927), var Sveinn Pálsson verkamaður, f. 2. júní 1896 að Efri-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 4. ágúst 1956.
Barn þeirra:
1. Sigrún Pálína Sveinsdóttir, f. 6. febrúar 1927 í Stakkholti, býr í Bandaríkjunum (1986).
Fósturbarn þeirra 1940 var
2. Áslaug Ólafsdóttir, f. 17. október 1927, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. september 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.