Guðrún Jónsdóttir (Helgahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. mars 2014 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2014 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Jónsdóttir''' húsfreyja í Helgahjalli, síðar í Utah, fæddist 24. júlí 1849 og lést 8. maí 1931.<br> Foreldrar hennar voru Jón Jónsson vinnum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Helgahjalli, síðar í Utah, fæddist 24. júlí 1849 og lést 8. maí 1931.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson vinnumaður í Stóru-Mörk 1850, f. 12. júlí 1821, og Sigríður Brynjólfsdóttir vinnukona, f. 8. apríl 1822, d. 4. júlí 1888 í Spanish Fork, Utah.

Guðrún var hálfsystir, (sammædd), Sigurðar Þorleifssonar húsmanns og sjómanns í Helgahjalli, síðar húsameistara í Utah, f. 20. september 1859, d. 6. mars 1922.

Guðrún var með móður sinni í Ásólfsskála 1855. Hún fluttist frá Helgahjalli vestur með Einari og börnum sínum 1880.

Maður hennar, (5. nóvember 1871), var Einari Jónssyni smið, mormóna, f. 16. ágúst 1839 í Fljótshlíð, d. 25. maí 1990 í Eyjum. Guðrún var fyrsta konan í fjölkvænisstöðu hans.
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. 26. febrúar í 1872 í Eyjum, d. 20. júlí 1975.
2. Jóhanna Einarsdóttir, f. 2. júlí 1874 í Pétursborg Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
3. Guðrún Einarsdóttir, f. 5. október 1875 í Eyjum, d. 2. nóvember 1889. Hún var ekki skírð af presti, en gefið nafn af föður sínum. Svo segir í pr.þj.bók.
4. Ágústína Einarsdóttir, f. 1. ágúst 1878 í Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
5. Nicholas Wisconsin Einarsson Johnson, f. í júlí 1880 um borð í gufuskipinu S.S. Wisconsin á leið til Vesturheims.
6. Alice Theodora Einarsdóttir Johnson, f. 5. nóvember 1882 í Spanish Fork í Utah.
7. Ephraim Alexander Einarsson Johnson, f. 7. janúar 1885 í Spanish Fork í Utah.
8. Sarah Einarsdóttir Johnson, f. 16. nóvember 1886 í Spanish Fork í Utah.
9. Elizabeth Einarsdóttir Johnson, f. 27. október 1888 í í Spanish Fork í Utah.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.