Guðrún Jónsdóttir (Akurey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Akurey fæddist 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi og lést 13. september 2000.
Foreldrar hennar voru Jón Böðvarsson frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, síðar trésmiður á Seyðisfirði, síðast í Selfosshreppi, f. 16. mars 1887, d. 7. apríl 1976, og Guðfinna Jósefsdóttir vinnukona, f. 18. nóvember 1882, d. 31. desember 1972.

Bróðir Jóns Böðvarssonar var
1. Guðmundur Böðvarsson frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, trésmíðameistari að Hásteinsvegi 8, f. 15. ágúst 1894, d. 19. október 1964.

Guðrún var eins árs tökubarn í Minni-Mástungu 1906, en móðir hennar var vinnukona í Haga. Hún var flutt frá Minni-Mástungu að Þorleifsstöðum 1907 og var þar hjá föðurforeldrum sínum Böðvari Jónssyni og Bóel Sigurðardóttur bændum á Þorleifsstöðum 1910, var vinnukona hjá Valdimar föðurbróður sínum og Sigríði Guðmundsdóttur bændum í Butru í Fljótshlíð 1920.
Þau Ari voru vinnuhjú í Butru Fljótshlíð, er þau giftu sig 1924, og fluttust til Eyja 1925. Elías elsta barnið var í fóstri á Butru.
Þau eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ung, bjuggu að Ásbyrgi við fæðingur Esterar 1927, en á Heimagötu 30 í lok ársins, voru komin í Akurey 1930. Þau fluttust að Hólagötu 21 1951 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Ari lést 1972. Guðrún bjó síðast hjá Selmu að Klausturhvammi 20 í Hafnarfirði og lést árið 2000.

I. Maður Guðrúnar, (19. júlí 1924), var Ari Markússon verkamaður, f. 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 18. mars 1972.
Börn þeirra:
1. Elías Arason, rak fyrirtækið Járniðjan, vann síðan hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, f. 11. júní 1924 á Butru, d. 17. maí 2017.
2. Ester Aradóttir, f. 28. júlí 1925 á Butru, d. 27. júlí 1926.
3. Ester Anna Aradóttir, verkakona, húsfreyja, f. 3. mars 1927 í Ásbyrgi, d. 2. september 2020.
4. Helgi Arason, f. 16. janúar 1929, d. samdægurs.
5. Emil Karvel Arason starfsmaður á Tanganum, síðar vaktmaður hjá Eimskip í Reykjavík, f. 23. apríl 1931 í Akurey.
6. Hörður Arason, starfsmaður Olíufélagsins í Grindavík, f. 8. október 1932 í Akurey.
Fósturbörn þeirra voru tvö dótturbörn þeirra:
1. Selma Pálsdóttir, f. 17. júní 1946.
2. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949.
3. Daníel Emilsson, f. 29. desember 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Selma.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.