Guðrún Jónsdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir frá Ólafshúsum, síðar húsfreyja á Seyðisfirði fæddist 16. október 1854 og lést 6. ágúst 1932.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Guðrún var með foreldrum sínum meðan beggja naut við, en faðir hennar drukknaði 1865. Hún var hjá móður sinni til ársins 1871, var vinnukona í Brekkuhúsi 1872-1878, á Vilborgarstöðum 1879 og 1880, er hún fór úr Eyjum, ekki skráð hvert hún stefndi.
Hún var ógift vinnukona í Krýsuvík 1890 og þar var Þorvarður vinnumaður.
Þau voru gift vinnufólk í Hólma á Seyðisfirði 1901, á Bakka á Seyðisfirði 1910, í Einarsbæ 1920.
Guðrún lést á Seyðisfirði 1932.

Maður Guðrúnar var Þorvarður Þórðarson sjómaður á Seyðisfirði, f. 11. mars 1865, d. 24. september 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.