Guðrún Helga Kristinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Helga Kristinsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 22. maí 1946.
Foreldrar hennar voru Kristinn Magnússon frá Sólvangi, skipstjóri, verslunarstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984, og kona hans Helga Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1907, d. 4. nóvember 1993.

Börn Helgu og Kristins:
1. Drengur, f. 10. desember 1936, d. 18. maí 1937.
2. Ólafur Magnús Kristinsson sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, f. 2. desember 1939 á Þingvöllum, d. 4. janúar 2018. Kona hans Inga Þórarinsdóttir.
3. Theodóra Þuríður Kristinsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, f. 11. nóvember 1940 á Þingvöllum, d. 4. mars 2006. Maður hennar Daníel J. Kjartansson.
4. Vilborg Hanna Kristinsdóttir, f. 28. mars 1942, d. 26. júlí 1942.
5. Jóhannes Kristinsson sjómaður, f. 11. maí 1943 í Godthaab, d. 14. júlí 1990. Kona hans Geirrún Tómasdóttir.
6. Helgi Kristinsson sjómaður, f. 12. nóvember 1945 á Heiðarvegi 34, drukknaði 5. nóvember 1968.
7. Guðrún Helga Kristinsdóttir kennari, f. 22. maí 1948 á Heiðarvegi 34. Maður hennar Bjarni Gunnarsson.

Guðrún lauk kennaraprófi 1980, sótti ýmis námskeið.
Hún var stundakennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1968-1969 og 1976-1977, í Hólabrekkuskóla í Rvk 1980-1981, fastráðinn kennari þar frá 1981-1986, í Selásskóla 1986-1988, í Ártúnsskóla 1988-2006, í Ölduselsskóla 2006-2007, í Norðlingaskóla 2007-2013.
Þau Bjarni giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Guðrúnar Helgu, (24. ágúst 1968), er Bjarni Gunnarsson verkfræðingur, f. 25. júlí 1948. Foreldrar hans Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur og kennari, síðar búfjárræktarráðunautur, f. 13. desember 1915, d. 15. september 1998, og kona hans Svava Halldórsdóttir húsfreyja, flokksstjóri, f. 8. júlí 1916, d. 26. september 1988.
Börn þeirra:
1. Helgi Bjarnason, tryggingastærðfræðingur, fyrrv. forstjóri, f. 22. janúar 1969 í Eyjum. Kona hans Alida Jakobsdóttir.
2. Gunnar Bjarnason, heilsunuddari, f. 29. ágúst 1970 í Reykjavík. Kona hans Inga Vigdís Baldursdóttir.
3. Hörður Bjarnason, verkfræðingur, f. 28. mars 1978. Kona hans Valgerður Tómasdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.