Guðrún Halldórsdóttir (Helgabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Halldórsdóttir verkakona frá Helgabæ fæddist 14. nóvember 1861 og lést 26. júlí 1933.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson tómthúsmaður og sjómaður í Helgabæ, f. 14. desember 1832, drukknaði í apríl 1867, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1833, d. 7. mars 1864.

Guðrún var með foreldrum sínum í frumbernsku. Móðir hennar lést 1864 og var Guðrúnu þá komið í fóstur austur í Meðalland og var niðursetningur á Skurðbæ 1865-1877, vinnukona á Grímsstöðum þar 1877-1886, í Skurðbæ 1886-1894. Þá fór hún að Elliðavatni við Reykjavík. Hún var í Árbæ við Reykjavík 1905, í Breiðholti þar 1910.
Hún lést 1933, ógift.

I. Barnsfaðir hennar var Guðni Eyjólfsson Lyngdal, póstþjónn, síðar í Vesturheimi, f. 12. júlí 1878 á Efra-Apavatni í Grímsnesi, d. 28. nóvember 1911.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðnadóttir, f. 12. desember 1898, d. 27. október 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.