Guðrún Hálfdanardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Guðrún Hálfdansdóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Hálfdánardóttir yfirsetukona var fædd að Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum um 1746 og lézt að Ofanleiti í Eyjum 19. nóvember 1824.

Ætt og uppruni

Foreldrar hennar voru Hálfdán prestur í Eyvindarhólum, f. um 1713, d. 20. maí 1785, Gísla lögréttumanns í Stóru-Mörk Þorlákssonar og síðari konu Gísla, Ingveldar Einarsdóttur prests í Guttormshaga í Holtum Magnússonar. Móðir Guðrúnar yfirsetukonu og kona Hálfdánar var Margrét húsfreyja, f. um 1719, d. í september 1767, Jóns sýslumanns og klausturhaldara að Sólheimum í Mýrdal Þorsteinssonar og konu Jóns, Kristínar laundóttur Árna stúdents Hákonarsonar frá Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu.

Lífsferill

Guðrún nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé, en gegndi ljósmóðurstörfum í Eyjum um margra ára skeið. Að tillögu landlæknis voru henni árið 1820 greiddir 4 ríkisdalir og 46 skildingar sem umbun fyrir þau störf.

Maki I (1774): Páll Magnússon (prestur)Ofanleiti, f. 1743, d. 24. maí 1789, sonur Magnúsar bónda í Berjanesi í Landeyjum Magnússonar og konu Magnúsar bónda, Ingibjargar Pálsdóttur frá Steinsmýri í V-Skaft. Þorsteinssonar.

Börn þeirra Páls voru:

  1. Grímur faktor í Kornhól í Eyjum 1816, síðar prófastur að Helgafelli á Snæfellsnesi, f. 1775, d. 28. marz 1853, kvæntur fyrr (skildu) Sólveigu húsfreyju dóttur Eyjólfs hreppstjóra á Kröggólfsstöðum, síðar Þórunni Ásgrímsdóttur prests að Laugabrekku á Snæfellsnesi.
  2. Margrét húsfreyja á Staðastað á Snæfellsnesi, f. um 1780, d. 9. febrúar 1821, gift Guðmundi Jónssyni prófasti þar.
  3. Ingibjörg húsfreyja að Arnarbæli í Ölfusi, f. 22. febrúar 1788, d. 28. maí 1866, gift Jóni Matthíassyni presti þar.

Maki II (1. ágúst 1791): Jón Högnason prestur að Ofanleiti, f. 3. september 1764, d. 12. október 1825, Högna lögréttumanns í Skógum u. Eyjafjöllum, Benediktssonar og konu Högna, Guðnýjar Jónsdóttur lögréttumanns í Selkoti, Ísleifssonar.
Börn: Tvö börn, sem dóu ung.

Meðal niðja þeirra Guðrúnar og Páls voru:

  1. Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja, kona Gunnar Ólafsson alþingismanns, kaupmanns og útgerðarmanns.
  2. Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja, kona Ólafs Arinbjarnarsonar verzlunarstjóra, foreldra
  3. Kristins bæjarstjóra í Eyjum, bæjarfógeta í Neskaupstað og fulltrúa sýslumanns í Eyjum og Hafnarfirði og
  4. Jóhanns Gunnars bæjarstjóra í Eyjum og sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.
  5. Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Matthiesen kaupkona í Eyjum, gift Jóni Hinrikssyni kaupfélagsstjóra. Börn þeirra voru:
  6. Hinrik G. Jónsson bæjarstjóri, síðar bæjarfógeti í Neskaupstað og síðast sýslumaður í Snæfells-og Hnappadalssýslu og
  7. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja í Geysi, kona Guðlaugs Gíslasonar bæjarstjóra og alþingismanns.
  8. Halldór Kolbeins prestur og systir hans
  9. Þórunn kona Sigurjóns Árnasonar prests.

Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Einar Bjarnason: Lögréttumannatal. Reykjavík: Sögufélagið, 1952-1955.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976. I.47; II.237; III.321; IV.130.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. I. Bls. 110-112/149.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.