Guðrún Guðmundsdóttir (Vanangri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri og víðar í Eyjum fæddist 19. september 1828 í Ártúnum á Rangárvöllum og lést 9. september 1860.
Faðir Guðrúnar var Guðmundur bóndi í Ártúnum, síðar á Búlandi í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1848 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Benediktsson bónda í Ólafshúsum, f. 1740, Árnasonar bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1712, á lífi 1801, Jónssonar, og konu Árna, Þorgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1801, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðmundar í Ártúnum og kona Benedikts í Ólafshúsum var Sigríður húsfreyja, skírð 16. júlí 1751, d. 22. apríl 1819, Guðmundsdóttir bónda á Steinkrossi á Rangárvöllum, f. 1712, Hallvarðssonar, og konu Guðmundar, Katrínar húsfreyju, f. 1721, d. 17. júlí 1799, Helgadóttur.

Móðir Guðrúnar í Vanangri og kona Guðmundar í Ártúnum var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1879, d. 14. janúar 1842, Vigfúsdóttir bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, síðar í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ártúnum og kona Vigfúsar í Búðarhóls-Austurhjáleigu var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu hans, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Systkini Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
2. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
5. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina. var með fjölskyldu sinni 1840.

Guðrún var 18 ára vinnukona í Strandarhjáleigu í V-Landeyjum 1845, vinnukona á Strönd þar 1850.
Hún kom til Eyja 1854 frá Torfastöðum í Fljótshlíð með barnið Guðlaugu 3 ára, ásamt Magnúsi barnsföður sínum, sem kom frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
Þau fluttu í Fredensbolig og þar fæddist María 1854. Þau fluttust brátt í Vanangur og þar fæddist Ragnhildur 1857. Á Vesturhúsum voru þau 1860 við andlát Guðrúnar.
Þau bjuggu við erfið kjör og urðu að koma börnunum í fóstur. María var í fóstri hjá Árna móður bróður sínum í Brekkuhúsi 1860. Hún lést 1861. Ragnhildur var í fóstri í Stakkagerði 1860 og Guðlaug var þá fóstruð í Dölum.
Guðrún lést á Vesturhúsum 1860 úr „umgangsveiki“.
Eftir lát Guðrúnar var Magnús ekkill í Brandshúsi, titlaður gjörtlari (þ.e. sá, sem smíðar smáhluti úr málmi). Hann var fluttur sveitarflutningi með dætur sínar tvær til Fljótshlíðar 1861.

Maður Guðrúnar, (1. nóvember 1854), var Magnús Eyjólfsson silfursmiður, f. 23. febrúar 1828, d. 25. júlí 1899.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Magnúsdóttir, f. 6. nóvember 1851, d. 8. ágúst 1918. Hún fluttist til Vesturheims.
2. María Magnúsdóttir, f. 18. september 1854, d. 20. júlí 1861 „af kyrkingarveiki“.
3. Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja í Litlabæ á Reykjanesi, síðar í Hafnarfirði, f. 21. desember 1857 í Vanangri, d. 9. maí 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.