Guðrún Guðmundsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Guðmundsdóttir vinnukona frá Kastala fæddist 25. ágúst 1822.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorgeirsson tómthúsmaður í Kastala, f. 1779, d. 1. janúar 1853, og kona hans Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.

Guðrún var með foreldrum sínum í Kastala 1822 og 1823, með móður sinni og Steinmóði Vigfússyni í Ömpuhjalli 1824-1842, fermdist 1836. Hún var í Steinmóðshúsi 1843 með Jón son sinn á fyrsta ári.
1844 og 1845 var hún bústýra hjá ekklinum Sighvati Þóroddssyni í Helgahjalli. Þar var hún með son sinn, Jón Guðrúnarson á öðru ári. Hún var hjá móður sinni í Steinmóðshúsi með Jón 1846 og enn 1853, ógift.
Guðrún var vinnukona á Oddsstöðum með Jón hjá sér 1854, komin aftur til móður sinnar 1855 og var þar 1856.
Hún fluttist í Stokkseyrarsókn 1857, en Jón varð eftir hjá Elínu ömmu sinni.
Guðrún var húskona á Kalastöðum á Stokkseyri 1860, í Framnesi þar 1870. Á Stokkseyri og Eyrarbakka var hún vinnukona og í húsmennsku, en giftist ekki, dó háöldruð.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var að líkum Jóns Jónsson í Ólafshúsum, en hann neitaði.
Barnið var
1. Jón Guðrúnarson Jónsson, f. 13. nóvember 1843, ýmist nefndur Guðrúnarson eða Jónsson, d. 6. maí 1876.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I. Guðni Jónsson. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.