Guðrún Bjarnadóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Bjarnadóttir í Túni, bústýra, vinnukona fæddist 24. september 1876 og lést 13. febrúar 1964.
Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson húsmaður á Herjólfsstöðum og í Hraunbæ í Álftaveri, f. 26. september 1845 á Hvoli í Mýrdal, d. 20. maí 1887 á Feðgum í Meðallandi, og kona hans Margrét Bárðardóttir frá Hemru í Skaftártungu, húsfreyja, f. þar 28. maí 1844, d. 28. desember 1904 í Vík í Mýrdal.

Systir Guðrúnar var
1. Sigríður Bjarnadóttir á Bergstöðum, húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970, kona Jóns Hafliðasonar.

Guðrún var með foreldrum sínum í Holti til 1879, í Hraunbæ 1879-1885, á sveit og síðar vinnukona á Strönd í Meðallandi 1886/8-1891, vinnukona í Sandaseli þar 1891-1893, í Króki þar 1893-1899, í Norður-Vík 1899-1901, í Suður-Hvammi í Mýrdal 1901-1903, í Vík 1903-1909.
Hún fór til Eyja 1909, var vinnukona á Hól 1910 og 1911, á Bergstöðum 1912 og enn 1914, bústýra í Túni 1915. Hún fluttist að Eyjarhólum í Mýrdal 1916, eignaðist Solveigu þar á því ári, fluttist aftur til Eyja 1918 með Margréti, var vinnukona þar í Vík með Margréti hjá sér 1919 og enn 1930, vinnukona þar án Margrétar 1940 og enn 1942.
Guðrún flutti til Margrétar dóttur sinnar í Reykjavík 1943. Hún bjó síðast hjá henni á Miklubraut 7 og lést 1964.

I. Sambýlismaður Guðrúnar var Kristján Magnússon, sjómaður, f. 26. mars 1884 á Eyri í Súðavíkurhreppi, drukknaði 9. maí 1921 frá Ísafirði.
Börn þeirra:
1. Guðrún Margrét Sigríður Kristjánsdóttir uppeldisdóttir í Vík, húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1915 í Túni, d. 18. ágúst 1993. Maður hennar Gunnar Ísberg Hannesson.
2. Solveig Ágústa Bjarngerður Kristjánsdóttir húsfreyja á Hryggjum í Mýrdal, f. 31. júlí 1916 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 23. maí 1994.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.