Guðrún Bjarnadóttir (Strönd)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðrún Bjarnadóttir.
Guðrún Bjarnadóttir.

Guðrún Bjarnadóttir fæddist 13. janúar 1879 í Holtssókn, Rangárvallasýslu, og lést 17. nóvember 1954. Foreldrar Guðrúnar Bjarnadóttur voru Bjarni Jónsson, f. í Langholtssókn, Meðallandsþingi, V-Skaft. 1. desember 1830 d. 11. júlí 1900 og Guðrún Arnoddsdóttir, f. í Eyvindarhólasókn 30. apríl 1843 d. 9. nóvember 1901. Hún var ein tíu systkina.

Eiginmaður hennar var Ólafur Diðrik Sigurðsson frá Strönd og áttu þau 10 börn:

  • Sigurður Gunnar, f. 19. maí 1903 d. 24. febrúar 1924
  • Bjarni Júlíus, f. 1. júlí 1905 d. 13. maí 1981
  • Guðrún, f. 27. október 1906 d. 19. desember 1995
  • Einar, f. 1. maí 1910 d. 23. mars 1967
  • Ingibjörg Sigríður, tvíburi við Einar, f. 1. maí 1910 d. 4. apríl 1913
  • Guðrún Lilja, f. 30. júlí 1911 d. 2. apríl 1993
  • Ingibjörg Gyða, f. 9. júlí 1914 d. 21. apríl 1951
  • Jórunn Ella, f. 20. júlí 1918 d. 15. apríl 1942
  • Guðný Unnur, tvíburi við Jórunni, f. 20. júlí 1918 dó ung.
  • Erla Unnur, f. 22. nóvember 1922 d. 9. júní 1991.

Frekari umfjöllun

Guðrún Bjarnadóttir á Strönd, húsfreyja, fæddist 13. janúar 1879 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 17. nóvember 1954.

Faðir hennar var Bjarni bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, f. 1. desember 1830, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Refsstöðum í Landbroti og Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 24. apríl 1797, d. 13. október 1839, Bjarnasonar bónda víða, en síðast og lengst í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834, Jónsdóttur prests Brynjólfssonar.
Móðir Bjarna á Ásólfsskála og kona Jóns á Refsstöðum, (28. maí 1822), var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu Árna á Syðri-Steinsmýri, (1796), Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.

Móðir Guðrúnar á Strönd og kona Bjarna Jónssonar í Ásólfsskála var Guðrún húsfreyja, f. 30. apríl 1843, d. 9. nóvember 1901, Arnoddsdóttir bónda, lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda í Drangshlíð, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ásólfsskála og síðari kona, (14. júlí 1842), Arnodds Brandssonar var Jórunn húsfreyja í Hrútafellskoti, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar 1816, f. 1760, Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Arnoddsdóttur í Eyjum voru:
1. Jórunn Bjarnadóttir bústýra í Mandal, f. 9. janúar 1864 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. maí 1945.
2. Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.
3. Margrét Bjarnadóttir húsfreyja á Múla, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
4. Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja á Brimbergi, f. 16. mars 1874, d. 5. mars 1957.
5. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Strönd, f. 13. janúar 1879, d. 17. nóvember 1954.
6. Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881, d. 28. nóvember 1963.
7. Bjarni Bjarnason útvegsbóndi, sjómaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir
8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður
a. Hjörleifs Sveinssonar í Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8.

Guðrún var með foreldrum sínum 1880, var niðursetningur í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum 1890.
Hún fluttist frá Mið-Skála að Vesturhúsum 1901, giftist Ólafi 1904 og bjó á Strönd. Þau eignuðust 10 börn.
Ólafur lést 1944 og Guðrún 1954.

Maður Guðrúnar, (9. janúar 1904), var Ólafur Diðrik Sigurðsson útvegsbóndi, f. 12. febrúar 1881, d. 4. október 1944.
Börn þeirra:
Sjá ofar.


Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.