Guðrún Benónýsdóttir (Uxahrygg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja fæddist á Uxahrygg á Rangárvöllum, skírð 22. ágúst 1791 og lést 14. febrúar 1853 á Nýlendu í Útskálahverfi.
Faðir Guðrúnar var Benóný Jónsson vinnumaður í Ólafshúsum 1815, (Benóný sterki), síðar bóndi í Norður-Nýjabæ í Djúpárhreppi í Holtum, skírður 17. mars 1766, d. 29. júlí 1825.
Móðir Guðrúnar vr Kristín Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Steinsstöðum, f. 1763.
Guðrún var komin að Ólafshúsum 1815, var þar 23 ára vinnukona og Benóný faðir hennar vinnumaður.
Hún var í Gerði 1816, á Gjábakka 1817 við fæðingu Guðbrandar, sem dó 5 daga gamall úr ginklofa. Þar var hún til 1820, var húskona í Kastala 1821.
Hún var á Vesturhúsum 1823 við fæðingu Jarþrúðar, sem hún missti 5 daga gamla úr „Barnaveiki“, og í febrúar 1824 við fæðingu Jóns, sem dó vikugamall, líklega úr ginklofa. Þá var hún á Vesturhúsum við giftingu í ágúst á því ári.
Í Nýjabæ voru þau Einar 1825. Þar fæddist þeim Kristín, en hún dó tveggja vikna gömul úr „Barnaveiki“. Þau voru þar enn við fæðingu Guðrúnar, sem dó 9 daga gömul úr ginklofa.
Þau Guðrún komu að Króki í Útskálasókn 1828, voru bændur á Þóroddsstöðum þar 1835, „sjálfs sín“ í Presthúsum í Útskálasókn 1845. Þau voru grashúsfólk á Nýlendu 1850.
Guðrún lést í Útskálahverfi 1853.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Runólfur Sæmundsson frá Hvoli í Mýrdal.
Barn þeirra var
1. Guðbrandur Runólfsson, f. 9. nóvember 1817, d. 14. nóvember „af Vestmanneyískri Barnaveiki“, þ.e. ginklofi.

II. Barnsfaðir hennar var Jón Arnesson, f. 8. apríl 1790, d. 5. mars 1834.
2. Kristín Jónsdóttir, f. 28. september 1821, d. 6. október 1821 „af hálsbólgu“.

III. Maður Guðrúnar, (8. ágúst 1824), var Einar Snorrason, f. 19. september 1794, d. 18. maí 1866.
Börn þeirra hér:
3. Jarþrúður Einarsdóttir, f. 10. janúar 1823 á Vesturhúsum, d. 15. janúar 1823 „úr Barnaveiki“.
4. Jón Einarsson, 6. febrúar 1824 á Vesturhúsum, d. 14. febrúar 1824 „Barnaveiki“.
5. Kristín Einarsdóttir, f. 5. júlí 1825 í Nýjabæ, d. 18. júlí 1825 úr „Barnaveiki“.
6. Guðrún Einarsdóttir, f. 22. september 1826 í Nýjabæ, d. 1. október 1826 úr ginklofa.
7. Guðrún Einarsdóttir, f. 17. febrúar 1829 í Útskálasókn, d. 9. mars 1829.
Fóstursonur þeirra var
8. Bergþór Einarsson bóndi í Nýjabæ í Útskálasókn, f. 5. janúar 1831, d. 15. maí 1879. Foreldrar hans voru Guðrún Bergþórsdóttir ógift vinnukona og Einar Einarsson vinnumaður frá Miðhúsum í Eystrihrepp.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.