Guðrún Anna Gunnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2019 kl. 10:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2019 kl. 10:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Anna Gunnarsson.

Guðrún Anna Gunnarsson á Ásavegi 26, húsfreyja fæddist 4. maí 1923 í Kaupmannahöfn og lést 25. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Ari Þorvaldsson Arason næturvörður, bóndi á Víðimýri í Skagafirði, síðan bankaritari í Reykjavík, f. 18. mars 1892, d. 15. júlí 1967, og Kristín Anna Gunnarsdóttir, f. 28. ágúst 1898 að Eyri í Skötufirði, húsfreyja í Hörgshlíð í Mjóafirði, N-Ís., d. 5. ágúst 1928.
Fósturforeldrar Guðrúnar voru Bjarni Gunnarsson vélstjóri á Ísafirði, f. 2. september 1891 á Eyri í Skötufirði, d. 4. nóvember 1978 og kona hans Elín Þuríður Jónatansdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1894 að Smáhömrum í Steingrímsfirði, Strand., d. 1. september 1976.

Guðrún flutti með móður sinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur fyrir atbeina og með stuðningi Hedvig Blöndal, sem þær bjuggu hjá fyrst um sinn.
Eftir andlát móður sinnar fór Guðrún til fósturforeldra sinna á Ísafirði, þeirra Elínar og Bjarna. Þar gekk Guðrún í barna- og gagnfræðaskóla. Frekara nám stundaði hún svo við Húsmæðraskólann á Laugalandi.
Guðrún vann í Landsbankanum á Ísafirði, á læknastofu í Reykjavík og við fleiri störf.
Hún nefndi sig Gunnarsson eftir föðurnafni móður sinnar, sem skráð var í vegabréf hennar, er hún fór til Danmerkur, þ.e. Kristín Anna Gunnarsson.
Hún eignaðist barn með Sveini 1946.
Þau Þorsteinn giftu sig 1950, eignuðust fimm börn og Þorsteinn fóstraði barn Guðrúnar. Þau bjuggu í fyrstu í London, Miðstræti 3, en byggðu hús við Ásaveg 26 og bjuggu þar til Goss, en fluttu þá í Kópavog.
Þorsteinn lést 1983.
Guðrún varð húsvörður við Snælandsskóla.
Hún lést 2010.

I. Barnsfaðir Guðrúnar Önnu var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur, útvarpsmaður, f. 17. júlí 1925, d. 7. júní 2002.
Barn þeirra:
1. Bjarni Gunnar Sveinsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. maí 1946. Sambýliskona Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnson.

II: Maður Guðrúnar Önnu, (30. júní 1950), var Gissur Þorsteinn Magnússon frá London, húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.
Börn þeirra:
1. Elín Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, bókari, síðast í Hafnarfirði, f. 25. september 1951, d. 25. mars 2007. Fyrri maki Sæmundur Vilhjálmsson. Síðari maki Ásmundur Sigvaldason.
2. Magnús Gunnar Þorsteinsson skrifstofustjóri í Eyjum, f. 28. ágúst 1954. Kona Kristín Sigurðardóttir.
3. Sigurður Gunnar Þorsteinsson húsamíðameistari í Reykjavík, f. 5. ágúst 1956. Kona Aldís Gunnarsdóttir.
4. Herdís Magnúsína Þorsteinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Kópavogi, f. 27. apríl 1961. Maður hennar Finnur Kristinsson.
5. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, sölustjóri í Reykjavík, f. 14. maí 1968. Sambýlismaður Gunnar Svavarsson.
Barn Guðrúnar með Sveini Ásgeirssyni, og fósturbarn Þorsteins:
6. (sjá 1.) Bjarni Gunnar Sveinsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. maí 1946. Sambýliskona Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. júní 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.