Guðrún Alexandersdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Alexandersdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja í Eyjum og Reykjavík fæddist 3. febrúar 1946 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Torfi Alexander Helgason sjómaður, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. 22. nóvember 1972, og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1925 á Siglufirði, d. 19. febrúar 2004.

Börn Guðlaugar og Alexanders:
1. Guðrún Alexandersdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. febrúar  1946 á Siglufirði. Maður hennar Gísli Guðgeir Guðjónsson, látinn.
2. Anna Ragna Alexandersdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 3. október 1952 á Siglufirði. Fyrrum maður hennar Jock Kim Tan. Maður hennar Lúðvík Haraldsson.
3. Drengur, sem lést nýfæddur.
4. Sveindís Norðmann Alexandersdóttir húsfreyja,  í Þorlákshöfn, f. 31. maí  1958 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Garðar Guðnason. Maður hennar Guðmundur Óskarsson.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gísli giftu sig 1970, eignuðust fimm börn og eitt fósturbarn. Þau bjuggu á Skjaldbreið við Urðarveg 36, fluttu til Þorlákshafnar og síðar og til Reykjavíkur 1987.
Gísli Guðgeir lést 2000.

I. Maður Guðrúnar, (3. október 1970), var Gísli Guðgeir Guðjónsson sjómaður, matsveinn, veitingamaður, f. 12. ágúst 1944, d. 10. janúar 2020.
Börn þeirra:
1.    Guðlaug Gísladóttir, f. 4. maí 1970. Maður hennar Theodór Sveinjónsson.
2.    Aldís Bára Gísladóttir, f. 11. janúar 1978. Maður hennar Þröstur Már Þrastarson.
3.    Jóna Rún Gísladóttir, f. 6. desember 1980. Maður hennar Sveinn Fjalar Ágústsson.
4.    Anna Dögg Gísladóttir, f. 22. apríl 1983. Maður hennar Úlfur Gunnarsson.
5.    Guðrún Björg Gísladóttir, f. 22. apríl 1983, d. 10. ágúst 2000.
Uppeldisdóttir þeirra, systurdóttir Gísla:
6.     Þorgerður Ernudóttir, f. 15. júní 1967. Maður hennar Reynir Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 23. janúar 2020. Minning Gísla Guðgeirs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.