Guðrún Ólafsdóttir (Kaldrananesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ólafsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist þar 26. júlí 1919 og lést 30. ágúst 2005.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ormsson vinnumaður, síðar útvegsbóndi í Höfnum, Gull., og kona hans Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1890, d. 17. júlí 1921.

Guðrún var með foreldrum sínum, í Kaldrananesi og á Grund á Miðnesi, Gull., en móðir hennar lést, er Guðrún var tæpra tveggja ára. Hún var síðan með föður sínum í Höfnum.
Þau Björgvin giftu sig 1939, bjuggu í Klöpp á Miðnesi, Gull., síðar í Keflavík, eignuðust ekki börn, en ólu upp eitt fósturbarn, Ólaf systurson Guðrúnar.
Björgvin lést 1988.
Guðrún bjó með Sigurfinni frá 1990. Hún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hún lést 2005.

I. Maður Guðrúnar, (1939), var Björgvin Þorsteinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 2. september 1913 á Búðarbakka í Höfnum, d, 10. desember 1988. Foreldrar hans voru Þorsteinn Árnason, f. 1. september 1874, d. 7. maí 1948, og Gíslína Gísladóttir, f. 3. apríl 1878, d. 7. september 1951.
Fósturbarn:
1. Ólafur Ormsson öryggisvörður, blaðamaður, f. 16. nóvember 1943, d. 27. október 2021.

II. Sambúðarmaður Guðrúnar frá 1990 var Sigurfinnur Einarsson fyrrv. verkstjóri, f. 3. desember 1912, d. 23. febrúar 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.