Guðni Sigurþór Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 11:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðni Sigurþór Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðni Ólafsson


Guðni Sigurþór Ólafsson.

Guðni Sigurþór Ólafsson fæddist að Steinum A-Eyjafjöllum 25. apríl 1899 og lést í Reykjavík 12. ágúst 1981. Guðni flutti frá Steinum til Vestmannaeyja árið 1927 og bjó á Faxastíg 31.

Frekari umfjöllun

Guðni Sigurþór Ólafsson á Faxastíg 31, verkamaður fæddist 25. apríl 1899 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 12. ágúst 1981.
Foreldrar hans voru Ólafur Símonarson bóndi og verkamaður frá Steinum, síðar í Eyjum, f. 18. september 1872, d. 7. júlí 1953, og fyrri kona hans Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1859 í Holti u. Eyjafjöllum, d. 1. júní 1927.

Börn Ólafs og Þórdísar:
1. Guðjón Símon Ólafsson, f. 21. nóvember 1897, d. 26. nóvember 1929.
2. Guðni Sigurþór Ólafsson, f. 25. apríl 1899 í Steinum, d. 12. ágúst 1981.
Barn Ólafs og Sigurborgar Eyjólfsdóttur verkakonu:
3. Árni Ólafsson fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898, d. 22. september 1959.

Guðni var með foreldrum sínum í Steinum í æsku, með þeim 1901 og enn 1920.
Þau Aðalheiður giftu sig 1925 og fluttust til Eyja á því ári.
Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Haga 1926, í Ártúni 1927 og enn 1930, en voru komin á Faxastíg 31 1934 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Guðni lést 1981, jarðsettur í Reykjavík. Aðalheiður flutti til Reykjavíkur, bjó síðast í Bólstaðarhlíð 68 og lést 1990.

Kona Guðna Sigurþórs, (1925), var Aðalheiður Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990.
Börn þeirra:
1. Ellý Dagmar Guðnadóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1926 í Haga, d. 27. apríl 2016 í Hlíð á Akureyri. Maður hennar var Gunnar Tryggvi Óskarsson múrarameistari á Akureyri, f. 13. mars 1925, d. 3. september 2007.
2. Guðjóna Þórey Guðnadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni, Vesturvegi 20, d. 23. maí 2006. Maður hennar Þór Pálsson verkstjóri, bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1934, d. 4. janúar 2017.
3. Marta Júlía Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30. nóvember 1930 í Ártúni, d. 18. október 2018. Síðari sambýlismaður hennar er Skúli Matthíasson, f. 6. nóvember 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.




Myndir