Guðni Hermansen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2008 kl. 16:39 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2008 kl. 16:39 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðni.
Guðni við störf.

Guðni Agnar Hermansen fæddist 28. mars 1928 og lést 21. september 1989. Foreldrar hans voru Störker Hermansen og Jóhanna Erlendsdóttir. Þau bjuggu í Ásbyrgi við Birkihlíð.

Þann 10. maí 1950 kvæntist Guðni Sigríði Kristinsdóttur. Börn þeirra voru Kristinn Agnar f. 1950 og Jóhanna f. 1954. Þau bjuggu á Birkihlíð 19. Í gosinu bjuggu þau á Hellu.

Guðni lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni málarameistara í Eyjum 1949-53. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Vestmannaeyja og sveinsprófi árið 1953 og meistarabréf árið 1956. Hann starfaði við málaraiðnina þar til hann sneri sér alfarið að myndlist.
Hann hélt sýningar í Vestmannaeyjum, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum og í Færeyjum.


Heimildir

  • Kristján Guðlaugsson. Íslenskir málarar. Reykjavík: Málarameistarafélag Reykjavíkur, 1982.