Guðni Einarsson (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðni Einarsson.

Guðni Einarsson á Lundi, sjómaður, verkamaður fæddist 26. apríl 1915 að Galtarholti á Rangárvöllum og lést 12. ágúst 1985 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Einar Magússon, síðar bóndi í Móeiðarhvolshjáleigu í Hvolhreppi, f. 20. nóvember 1882, d. 23. júlí 1923, og kona hans Margrét Pálsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1887, d. 2. maí 1973.

Móðursystir Guðna var
1. Guðrún Pálína Pálsdóttir verkakona, f. 17. apríl 1892, d. 31. júlí 1979, ógift.

Guðni missti föður sinn, er hann var á níunda árinu.
Hann var hjá móðurforeldrum sínum á Langekru á Rangárvöllum, var skráður vinnumaður þar 1930.
Þau Alda Ísfold giftu sig 1941, eignuðust tvö börn, en auk þess átti Alda eitt barn áður.
Þau bjuggu fyrst við Brekastíg, þá á Lundi, en byggðu svo hús við Illugagötu 3 og bjuggu þar síðan.
Guðni stundaði sjómennsku, en einnig störf hjá Búnaðarfélaginu á sumrum. Frá 1957 vann hann hjá Fiskimjölsverksmiðjunni.
Guðni lést 1985 og Alda Ísfold 1990.

I. Kona Guðna, (1941), var Alda Ísfold Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
Barn hennar ófeðrað, en síðar kjörbarn Guðna Einarssonar var
1. Sævar Ísfeld rennismiður, f. 29. september 1936, d. 24. mars 1995.
Börn Öldu og Guðna:
2. Einar Guðnason gröfustjóri, býr nú á Selfossi, f. 22. febrúar 1942.
3. Guðjón Borgar Guðnason gröfustjóri, f. 8. júní 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.