Guðný Sigmundsdóttir (Bæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 11:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 11:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Sigmundsdóttir''' frá Bæ í Lóni, húsfreyja fæddist 20. desember 1875 og lést 1. apríl 1966.<br> Foreldrar hennar voru Sigmundur Sigmundsson bóndi, f. 9. nóvember...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Sigmundsdóttir frá Bæ í Lóni, húsfreyja fæddist 20. desember 1875 og lést 1. apríl 1966.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Sigmundsson bóndi, f. 9. nóvember 1846 í Bæ, d. 29. maí 1893, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1855 í Bæ, d. 13. september 1952.

Guðný var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, var með þeim í Bæ 1887, var léttastúlka á einum bæjanna í Bæ 1888, vinnukona á Svínhólum þar 1890, húskona á einum bæjanna á Bæ 1901, en þá bjó ekkjan móðir hennar á einum bæjanna með hin börnin.
Guðný og Guðjón voru í Bæ hjá Hólmfríði móður hans 1902, með nýfæddan son sinn þar 1903.
Þau Guðjón giftu sig 1903, eignuðust sex börn, misstu eitt þeirra níu ára gamalt.
Þau voru húsfólk í Bæ 1906 og 1907, bændur þar 1908-1934, er þau fluttu til Eyja og bjuggu á Urðavegi 41 í húsi Eiríks Ásbjörnssonar og Ragnhildar meðan báðum entist líf.
Guðjón lést 1938.
Guðný bjó með Ásmundi syni sínum í Eiríkshúsi 1940 og með þeim var Hjördís dóttir hennar. Hún bjó hjá Ásmundi og Önnu konu hans á Bakkastíg 8 1945, en flutti úr bænum 1949.
Hún bjó síðast hjá Ólöfu Huldu dóttur sinni í Langagerði 30 í Reykjavík.
Guðný lést 1966.

I. Maður Guðnýjar, (16. júní 1903), var Guðjón Bjarnason frá Bæ í Lóni, bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 24. október 1875 á Stafafelli í Lóni, d. 25. nóvember 1938 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Guðjónsson forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964. Kona hans Anna Friðbjarnardóttir.
2. Bjarni Guðjónsson á Hofi, myndskeri, listmálari, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir.
3. Hjalti Guðjónsson, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvember 1917.
4. Ólöf Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Fyrri maður hennar Sigfús Sigfússon. Síðari maður Sæmundur Þórarinsson.
5. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1921, d. 26. september 2000. Fyrri maður Sigurbjörn Eiríksson. Síðari maður Sverrir Einar Egilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.