Guðný Óskarsdóttir (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Óskarsdóttir frá Stakkholti við Vestmannabraut 49, húsfreyja fæddist 1. júní 1935.
Foreldrar hennar voru Óskar P. Einarsson frá Búðarhóli í A-Landeyjum, verkamaður, skipasmiður, lögregluþjónn, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978 og kona hans Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja frá Arnarhóli, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.

Börn Guðnýjar Svövu og Óskars:
1. Guðný Óskarsdóttir, f. 1. júní 1935. Maður hennar Páll Sæmundsson.
2. Valgerður Erla Óskarsdóttir, f. 24. maí 1937, d. 6. nóvember 2015, kona Friðriks á Löndum, látinn.
3. Gísli Óskarsson, f. 19. júní 1939, d. 12. mars 2009. Kona hans Kristín Haraldsdóttir.
4. Rebekka Óskarsdóttir, f. 23. október 1941, d. 26. október 1971. Maður hennar Ari Birgir Pálsson, látinn.
5. Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir, f. 22. september 1946. Maður hennar Atli Einarsson.
6. Einar Óskarsson, f. 7. janúar 1952, d. 24. júlí 2018. Fyrrum kona hans Guðrún Ingimundardóttir. Barnsmóðir Einars Eygló Ólafsdóttir. Fyrrum kona Einars Anna Peggy Friðriksdóttir. Sambúðarkona Einars Sigrún Ólafsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Guðbjörg Elín Hreiðarsdóttir.

Guðný var með foreldrum sínum.
Þau Páll giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Garðabæ, síðast í Brekkugerði 20 í Reykjavík.

I. Maður Guðnýjar var Páll Sæmundsson frá Reyðarfirði, tæknifræðingur, f. 14. október 1926 í Odda á Reyðarfirði, d. 2. september 2013. Foreldrar hans voru Sæmundur Sæmundsson skólastjóri, f. 4. nóvember 1888 að Stóra-Sandfelli í Skriðdal, S.-Múl., d. 10. október 1970, og Ingibjörg Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðfirði, húsfreyja, f. 24. desember 1902, d. 21. október 1994.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Pálsson tannlæknir, f. 25. desember 1955. Kona hans Ólafía Margrét Magnúsdóttir.
2. Gísli Pétur Pálsson hagfræðingur í San Francisco, f. 5. júlí 1964. Kona hans Lára Fr. Pálsson.
3. Ingi Kristinn Pálsson viðskiptafræðingur, f. 26. júní 1969.
4. Páll Svavar Pálsson, f. 14. apríl 1972. Sambúðarkona Sólmaj Fjörðoy Niclasen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ingibjargar Pálsdóttur
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.