Guðný Árnadóttir (Ömpuhjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 13:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 13:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Árnadóttir.

Guðný Árnadóttir frá Ömpuhjalli fæddist 27. desemeber 1834 og lést 7. desember 1916.
Hún er nefnd Helga í pr.þj.bók, en sú finnst ekki við frekari leit. Henni er vafalaust ruglað við eldri systur sína. Guðný finnst því ekki fædd né skírð með sínu nafni, en er með foreldrum 1835, eins árs.

Foreldrar hennar voru Árni Hafliðason sjómaður í Ömpuhjalli, f. 1795, d. 26. júlí 1847, og kona hans Guðný Erasmusdóttir húsfreyja, f. 6. september 1794, d. 14. júní 1888 í Vesturheimi.

Guðný var systir
1. Helgu Árnadóttur húsfreyju á Löndum, f. 6. júlí 1833, d. 15. febrúar 1907 í Vesturheimi.
2. Guðlaugar Árnadóttur vinnukonu, f. 14. janúar 1824, d. 12. nóvember 1893.

Guðný var með fjölskyldu sinni í Ömpuhjalli 1840, 10 ára með foreldrum sínum þar 1845, en þá var Helga systir hennar 13 ára vinnukona í Godthaab.
Guðný var 15 ára með ekkjunni móður sinni í Ömpuhjalli 1850.
Hún var bústýra Guðmundar við giftingu 1856.
Við skráningu 1860 var Guðný 25 ára húsfreyja í Ömpuhjalli með Guðmundi Árnasyni 32 ára og börnunum Kristínu 6 ára og Jórunni Guðnýju 2 ára.
1870 höfðu bæst í hópinn Margrét 8 ára og Jónína Ingibjörg 3 ára.
1880 var Guðný 45 ára ekkja í Mandal með 5 dætur. Karólína Guðrún 4 ára hafði bæst í hópinn.
Guðný tók trú mormóna 1881.
Hún fluttist til Vesturheims 1882 með Karólínu 6 ára. 3 dætur hennar fluttust Vestur síðar.
Hún lést 1916 Vestanhafs.

Maður Guðnýjar, (17. október 1856), var Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður, meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879 úr „brjóstveiki“.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1854 í Ömpuhjalli. Hún fór til Vesturheims frá Batavíu 1892.
2. Þorsteinn Guðmundsson, f. 16. október 1857, d. 24. október „af hér algengri barnaveiki“.
3. Jórunn Guðný Guðmundsdóttir, f. 1. október 1859 í Ömpuhjalli, d. 24. septemmber 1883.
4. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja og vinnukona, f. 29. júní 1862, d. 21. apríl 1904.
5. Jónína Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9. október 1864 í Ömpuhjalli, d. 20. janúar 1866.
6. Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir, f. 14. september 1867, d. 18. desember 1932 í Vesturheimi.
7. Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, f. 7. desember 1870, d. 23. mars 1926 í Vesturheimi.
8. Jóhann Karl Guðmundsson, f. 28. september 1873, d. 28. febrúar 1874 úr „lungnaveiki“.
9. Karólína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1. maí 1876 í Mandal, d. 25. júní 1962 í Vesturheimi. Hún giftist ,,annarrar þjóðar manni í Utah.“


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Utah Icelandic Settlement, (Google).


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.